Sjö marka dramatík á Seltjarnarnesi

Keflvíkingar sóttu stig fyrir Norðan.
Keflvíkingar sóttu stig fyrir Norðan. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Grótta hafði betur gegn Leikni úr Reykjavík, 4:3, í sjö marka spennutrylli í 4. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í dag. 

Patrik Orri Pétursson kom Gróttu yfir á 5. mínútu leiksins en Hjalti Sigurðsson jafnaði metin þremur mínútum síðar, 1:1. 

Róbert Hauksson kom Leikni yfir, 2:1, á 25. mínútu en Damian Timan jafnaði metin fyrir Gróttu á 53., 2:2. 

Arnar Daníel Aðalsteinsson kom Gróttu yfir á nýjan leik á 71. mínútu en Omar Sowe jafnaði metin, 3:3, úr víti á 88. mínútu. 

Arnar Daníel var aftur á ferðinni á fyrstu mínútu uppbótartímans og tryggði Gróttu sigur, 4:3. 

Grótta er í þriðja sæti deildarinnar með átta stig en Leiknir er í tíunda sæti með þrjú. 

Jafntefli fyrir Norðan

Þór Akureyri og Keflavík gerðu þá jafntefli, 1:1, á Akureyri. 

Mamadou Diaw kom Keflavík yfir á 40. mínútu leiksins en Árni Elvar Árnason jafnaði metin fyrir Þór á 79. mínútu, 1:1. 

Þór er í fjórða sæti með sex stig en Keflavík er í fimmta með fjögur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka