Vandræði Þróttar halda áfram

Júlía Ruth Thasaphong og Jelena Tinna Kujundzic í leik liðanna …
Júlía Ruth Thasaphong og Jelena Tinna Kujundzic í leik liðanna á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kefla­vík hafði bet­ur gegn Þrótti úr Reykja­vík, 1:0, í 6. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í Kefla­vík í dag.

Kefla­vík fer upp fyr­ir Þrótt og er með þrjú stig í ní­unda og næst­neðsta sæti. Þrótt­ar­ar eru á botn­in­um með eitt stig.

Þess má geta að bæði lið unni sannfærandi sigra í bikarnum á dögunum, Keflavík gegn Gróttu á Seltjarnarnesi 1:3 og Þróttur rúllaði yfir Fylki, 5:0.

Leikurinn í dag fór fram í miklum vindi en völlurinn var aðeins laus í sér eftir miklar rigningar í gær.

Fyrri hálfleikur var afskaplega bragðdaufur og greinilegt að vantaði meiri gæði en vindurinn spilaði vissulega sitt hlutverk. Keflvíkingar fengu besta færið, strax á 10.mínútu þegar Saorla Miller átti hörkuskot í teignum sem Mollee Swift, markmaður Þróttar, varð i vel.

Staðan markalaus í hálfleik og nokkuð ljóst að bæði lið þurftu aldeilis að spýta í lófana til að reyna að sækja öll stigin.

Seinni hálfleikur var mjög svipaður þeim fyrri, bæði lið að reyna að skapa en fátt varð að veruleika.

Það var loksins á 58.mínútu að Þróttara létu að sér kveða. Caroline Murray, öflugasti leikmaður Þróttara í dag, var með boltann á vinstri vængnum, átti góða sendingu inní teig á Maríu Evu sem stýrði boltanum á hausinn á Freyju Karínu Þorvarðadóttur sem var í dauðafæri og skallaði boltann beint á Veru Varis í markinu. Þarna hefðu gestirnir svo sannarlega getað komist yfir.

Sigurmark leiksins kom rúmum tíu mínútum síðar. Keflavík fékk horn á 69.mínútu, Þróttarar hreinsuðu beint í fæturnar á Melanie Forbes sem hamraði boltann í markið úr vítateignum, 1:0 fyrir Keflavík.

Heimakonur voru nálægt því að tvöfalda forystuna á 80. mínútu þegar Saorla Miller fékk frábæra sendingu inn fyrir vörn Þróttara frá Melanie Forbes. Saorla átti skot sem Mollee Swift í marki Þróttar varði. Þarna átti Saorla að gera betur og klára leikinn fyrir heimastúlkur en það verður ekki tekið af Mollee að hún gerði virkilega vel.

Keflvíkingar virtust vera að sigla sigrinum nokkuð örugglega heim þegar, í blálokin, að Sierra Lelii komst upp að endamörkum Keflavíkur og átti frábæra sendingu inní teig en þarna vantaði Þróttara á fjærstöng! Hugsanlega átti Sierra bara að skjóta en þarna var svo sannarlega færi fyrir Þróttara að bjarga stigi.

En allt kom fyrir ekki og Kefla­vík fer upp fyr­ir Þrótt og er með þrjú stig í ní­unda og næst­neðsta sæti. Þrótt­ar­ar eru á botn­in­um með eitt stig.

Keflavík 1:0 Þróttur R. opna loka
90. mín. 5 mínútum bætt við
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka