8. umferð: Daníel náði Gunnari, Atli og Tiago með áfanga

Daníel Laxdal er kominn í fjórða sætið yfir þá leikjahæstu …
Daníel Laxdal er kominn í fjórða sætið yfir þá leikjahæstu í deildinni. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Daníel Laxdal er kominn í fjórða til fimmta sætið yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar karla í fótbolta hér á landi frá upphafi.

Daníel, sem hefur leikið allan sinn feril með Stjörnunni, kom inn á í stórsigri Garðabæjarliðsins gegn KA, 5:0, á sunnudaginn. Það var hans 294. leikur í efstu deild og þar með jafnaði hann við Gunnar Oddsson sem lék 294 leiki í deildinni fyrir Keflavík, KR og Leiftur á árunum 1984 til 2001. Þess má geta að Gunnar lék þá níu ár í röð án þess að missa úr leik.

Leikjahæstir í sögu deildarinnar eru þessir:
374 Óskar Örn Hauksson
321 Birkir Kristinsson
304 Gunnleifur Gunnleifsson
294 Gunnar Oddsson
294 Daníel Laxdal

Alexander Máni Guðjónsson varð í sama leik þriðji yngsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, og þriðji 14 ára gamli leikmaðurinn til að spila í deildinni, en hann kom inn á sem varamaður gegn KA, eins og Daníel sem er 23 árum eldri.

Yngstu leikmenn í sögu deildarinnar:
Gils Gilsson, FH (2022), 14 ára og 318 daga
Eyþór Örn Ómarsson, ÍBV (2018), 14 ára og 330 daga
Alexander Máni Guðjónsson, Stjörnunni (2024), 14 ára og 343 daga

Atli Hrafn Andrason úr HK lék sinn 100. leik í …
Atli Hrafn Andrason úr HK lék sinn 100. leik í deildinni Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Atli Hrafn Andrason, sóknarmaður HK, lék sinn 100. leik í efstu deild þegar liðið tapaði frir Fylki í gærkvöld, 3:1. Atli lék fyrst 5 leiki í deildinni fyrir KR, þá 36 fyrir Víking R., 5 fyrir Breiðablik, 21 fyrir ÍBV og nú 33 leiki fyrir HK.

Tiago Fernandes, portúgalski miðjumaðurinn hjá Fram, spilaði sinn 200. deildaleik á ferlinum í tapleiknum gegn Breiðabliki á sunnudaginn, 4:1. Tiago hefur leikið á Íslandi frá 2018, ávallt með Fram nema tímabilið 2021 þar sem hann spilaði með Grindavík, og spilað 120 deildaleiki, 56 í úrvalsdeild og 64 í 1. deild. Hina 80 leikina lék hann í Portúgal til ársins 2017.

Tiago Fernandes úr Fram lék 200. leikinn á ferlinum.
Tiago Fernandes úr Fram lék 200. leikinn á ferlinum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Helgi Fróði Ingason úr Stjörnunni skoraði sitt fyrsta mark í deildinni gegn KA, í sínum 20. leik.

Úrslit­in í 7. um­ferð:

KR - Vestri 2:2
ÍA - Víkingur R. 0:1
Valur - FH 2:2
Fram - Breiðablik 1:4
Stjarnan - KA 5:0
Fylkir - HK 3:1

Marka­hæst­ir í deild­inni:
7 Vikt­or Jóns­son, ÍA
5 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
5 Pat­rick Peder­sen, Val
4 Atli Sig­ur­jóns­son, KR
4 Benoný Breki Andrésson, KR
4 Emil Atlason, Stjörnunni
4 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
3 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
3 Arnþór Ari Atla­son, HK
3 Aron Bjarnason, Breiðabliki
3 Aron Elís Þránd­ar­son, Vík­ingi R.
3 Atli Þór Jón­as­son, HK
3 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
3 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
3 Helgi Guðjónsson, Fram
3 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
3 Jónatan Ingi Jónsson, Val
3 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
3 Úlfur Ágúst Björnsson, FH
3 Viktor Karl Einarsson, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
30.5. Val­ur - Stjarn­an
30.5. Breiðablik - Vík­ing­ur R.
31.5. FH - Fram
  1.6. KA - ÍA
  2.6. Vestri - Stjarnan
  2.6. Víkingur R. - Fylkir
  2.6. HK - Breiðablik
  3.6. KR - Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert