Landsliðsmarkvörðurinn spenntur fyrir ensku deildinni

Fanney Inga Birkisdóttir
Fanney Inga Birkisdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í fótbolta, leyfði fólki að skyggnast inn í líf sitt í þættinum Leikdagurinn sem Besta deildin framleiðir.

Í þættinum er Fanneyju fylgt eftir fyrir leik Vals og Breiðabliks í Bestu deildinni. Fanney er enn aðeins 19 ára gömul en er þrátt fyrir það á sínu öðru ári sem aðalmarkvörður Vals og er orðin aðalmarkvörður landsliðsins sömuleiðis.

Fanney er spennt fyrir ensku úrvalsdeildinni, en hún hefur verið stuðningsmaður Manchester United alla tíð. Þá drekkur hún alltaf drykki í litum andstæðingsins fyrir leiki, en grænt Collab var fyrir valinu fyrir leikinn við Breiðablik.

Sjón er sögu ríkari og má sjá þennan skemmtilega þátt hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert