Brynjar Björn látinn fara eftir fimm leiki

Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn sem þjálfari Grindavíkur eftir 2:2 jafntefli gegn Keflavík í gær í 1. deild karla í knattspyrnu.

Þetta staðfesti hann í samtali við 433.is en hann sagði að uppsögnin tengist ekki árangri liðsins en Grindavík er í 11. sæti með fjögur stig eftir fimm leiki í deildinni.

Kom á óvart, útskýring var ekki fá stig eða þjálfunin eða undirbúningur eða æfingar. Útskýringin var samskipti við annan flokkinn, sagði Brynjar í samtali við 433.is.'

Brynjar tók við liðinu í ágúst á síðasta ári en á undan því stýrði Örgryte í Svíþjóð frá maí 2022 og HK frá 2018-2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert