Gefur oft auka drifkraft að elta eitthvað

Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, í leiknum í kvöld.
Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Hall­dór Árna­son, þjálf­ari Breiðabliks, var sátt­ur með sig­ur á grönn­um sín­um í HK í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Mjög ánægður með þétta frammistöðu. Við fáum fá færi á okk­ur, vor­um mjög sterk­ir varn­ar­lega og á pari sókn­ar­lega. Ég vil meina að við hefðum getað skorað aðeins fleiri mörk og gert út um leik­inn fyrr en heilt yfir var þetta mjög gott. Það er aldrei auðvelt að koma hingað, lið hafa verið að lenda í vand­ræðum hérna og þar á meðal við sjálf­ir und­an­far­in ár.“

Það tók tíma fyr­ir Blika að koma inn fyrsta mark­inu en HK-ing­ar voru þétt­ir fyr­ir.

„Við vor­um bæði bún­ir að und­ir­búa það að þurfa að vera þol­in­móðir og líka að svara því þegar þeir koma í press­una og eru með læti. Við höf­um lent illa í því í gegn­um árin og í dag vor­um við meira að leita langt þannig að þegar þeir ætluðu að pressa okk­ur höfðu þeir lítið til að grípa í. 

Mér fannst við svo hægt og ró­lega taka yfir þenn­an leik og gerðum vel að kom­ast yfir fyr­ir hálfleik. Svo spiluðum við mjög góðan seinni hálfleik.“

Eiður Gauti Sæ­björns­son, leikmaður HK, fékk þungt höfuðhögg eft­ir ein­ung­is 15 sek­úndna leik. Leik­ur­inn var stopp í 3-4 mín­út­ur á meðan verið var að hlúa að hon­um.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Hall­dór Árna­son, þjálf­ari Breiðabliks. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég held að þetta hafi frek­ar haft áhrif á mig en liðið. Við erum ná­skyld­ir ég og Eiður Gauti og ég þurfti sjálf­ur bara smá stund til að jafna mig. Ég sendi bara bestu kveðjur á hann og þetta var bara mjög leiðin­legt að sjá. Ég óska hon­um góðs bata og von­andi sjá­um við hann aft­ur á vell­in­um sem fyrst.“

Breiðablik tapaði báðum leikj­um sín­um gegn HK á síðasta tíma­bili en liðið var tölu­vert betri aðil­inn í leikn­um í kvöld.

„Ég held að þetta hafi að stóru leyti snú­ist um að taka á móti þeim. Við vit­um að þeir eru mjög góðir í að gíra sig upp í þessa leiki og við lögðum mikla áherslu að vera klár­ir í að mæta því. Menn gerðu það mjög vel og voru yfir í bar­átt­unni. Ég held að það hafi verið lyk­ill­inn að þessu.

Blikar eru í öðru sæti deild­ar­inn­ar, þrem­ur stig­um á eft­ir toppliði Vík­ings.

„Maður er nátt­úr­lega aldrei sátt­ur við að tapa stig­um og í full­komn­um heimi vinn­ur maður alla leiki. Þetta er samt sem áður bara svo langt mót og það er svo mikið eft­ir að ég held að við séum heilt yfir ágæt­lega sátt­ir með stiga­söfn­un­ina. Mér finnst að við hefðum getað fengið meira út úr þess­um leikj­um þar sem við höf­um tapað stig­um en við erum bara sátt­ir. Það gef­ur oft auka drift­kraft að vera að elta eitt­hvað í stað þess að verja það.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert