9. umferð: Áfangar hjá Andra, Daníel og Andra

Andri Adolphsson hefur leikið 200 deildaleiki á ferlinum.
Andri Adolphsson hefur leikið 200 deildaleiki á ferlinum. mbl.is/Óttar Geirsson

Þó tveir síðustu leikir Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta hafi ekki verið liðinu sérstaklega hagstæðir hafa tveir leikmanna Garðabæjarliðsins náð stórum áföngum á ferlinum.

Andri Adolphsson lék sinn 200. deildaleik á ferlinum á sunnudaginn þegar Stjarnan beið lægri hlut fyrir Vestra, 4:2. Þar af eru 146 leikir í efstu deild með Stjörnunni, Val og ÍA og svo 54 leikir með ÍA í 1. deildinni.

Daníel Laxdal, varnarmaðurinn reyndi, er orðinn einn í fjórða sætinu yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi. Hann jafnaði við Gunnar Oddsson í 4.-5. sæti í áttundu umferðinni, með 294 leiki, og bætti síðan við tveimur leikjum, gegn Val og Vestra. Daníel er því kominn með 296 leiki í fjórða sæti og þeir einu sem hafa spilað fleiri leiki eru Óskar Örn Hauksson (374), Birkir Kristinsson (321) og Gunnleifur Gunnleifsson (304).

Andri Rafn Yeoman - 450 leikir fyrir Breiðablik.
Andri Rafn Yeoman - 450 leikir fyrir Breiðablik. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Andri Rafn Yeoman náði þeim einstaka áfanga á sunnudagskvöldið að spila sinn 450. mótsleik fyrir Breiðablik, í öllum keppnum, þegar liðið vann HK 2:0 í Kópavogsslagnum, samkvæmt upplýsingum frá Breiðabliki. Halldór Smári Sigurðsson úr Víkingi er líklega sá eini sem hefur áður náð þeim leikjafjölda fyrir eitt og sama félagið hér á landi.

Erlingur Agnarsson er orðinn þriðji markahæsti leikmaður Víkings í deildinni frá upphafi. Hann skoraði í sigri liðsins á Fylki, 5:2, sitt 26. mark, og fór með því upp fyrir Lárus Guðmundsson og Atla Einarsson sem skoruðu 25 mörk hvor fyrir félagið í deildinni. Aðeins Nikolaj Hansen (47) og Heimir Karlsson (37) hafa skorað fleiri en Erlingur. Helgi Guðjónsson skoraði líka gegn Fylki og er kominn í sjötta sætið með 24 mörk.

Erlingur Agnarsson fagnar markinu gegn Fylki.
Erlingur Agnarsson fagnar markinu gegn Fylki. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukur Örn Brink skoraði tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, bæði mörk Stjörnunnar í ósigrinum gegn Vestra. 

Toby King og Johannes Selvén, leikmenn Vestra, skoruðu báðir sitt fyrsta mark í deildinni í sigrinum á Stjörnunni.

Alls voru skoruð 34 mörk í leikjunum sex í 9. umferðinni, auk átta marka í leikjunum tveimur síðasta fimmtudag. Metið var slegið rækilega því áður höfðu mest verið skoruð 29 mörk í einni umferð, árin 2008 og 2018.

Valsmenn eru komnir í fámennan hóp íslenskra félaga sem hafa fengið samtals 2.000 stig í efstu deild Íslandsmóts karla frá upphafi. Reyndar eru bara tvö félög í þeim hópi. Valsmenn eru nú komnir með 2.006 stig eftir sigrana á Stjörnunni og KR og aðeins KR-ingar eru með fleiri, 2.100 stig samtals.

Úrslit­in í 9. um­ferð:

Val­ur - Stjarn­an 5:1 (14. umferð)
Breiðablik - Vík­ing­ur R. 1:1 (14. umferð)
FH - Fram 3:3
KA - ÍA 2:3
Vestri - Stjarn­an 4:2
Vík­ing­ur R. - Fylk­ir 5:2
HK - Breiðablik 0:2
KR - Val­ur 3:5

Marka­hæst­ir í deild­inni:
8 Pat­rick Peder­sen, Val
7 Vikt­or Jóns­son, ÍA
5 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
5 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
4 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
4 Aron Elís Þránd­ar­son, Vík­ingi R.
4 Atli Sig­ur­jóns­son, KR
4 Emil Atla­son, Stjörn­unni
4 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
4 Helgi Guðjóns­son, Fram
4 Jónatan Ingi Jóns­son, Val
4 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
4 Tryggvi Hrafn Haraldsson, Val
4 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
3 Arnþór Ari Atla­son, HK
3 Aron Bjarna­son, Breiðabliki
3 Atli Þór Jón­as­son, HK
3 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
3 Erlingur Agnarsson, Víkingi R.
3 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
3 Hinrik Harðarson, ÍA
3 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
18.6. Fylkir - Vestri
18.6. Fram - HK
18.6. Stjarnan - FH
18.6. ÍA - KR
18.6. Valur - Víkingur R.
19.6. Breiðablik - KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert