Hún var allt í einu Messi

Lionel Messi og Guðrún Arnardóttir.
Lionel Messi og Guðrún Arnardóttir. Samsett mynd

„Við erum komnar í mjög góða stöðu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir í samtali við mbl.is eftir sig­ur Íslands á Aust­ur­ríki, 2:1, í 4. riðli undan­keppni EM kvenna í fót­bolta á Laug­ar­dals­vell­in­um í gærkvöldi. 

Ísland er þar með komið í annað sæti riðils­ins með sjö stig en Aust­ur­ríki er í því þriðja með fjög­ur. 

Loka­leik­ir riðils­ins fara fram í næsta mánuði. Fyrst mæt­ir Ísland Þýskalandi hér heima 12. júlí og síðan Póllandi ytra 16. júní. 

Veit ekki hvað kom fyrir Guðrúnu

Glódís Perla kom inn á leikinn í samtali við mbl.is. Þá bætti hún við að Guðrún Arnardóttir hefði breyst í snillinginn Lionel Messi í fyrra marki Íslands, en Guðrún lék listilega með boltann.

„Tilfinningin er ótrúlega góð. Við töluðum um fyrir leik að þetta væru gríðarlega mikilvæg stig. Við setjum okkur í góða innbyrðisstöðu gegn Austurríki um þetta annað sæti. 

Ég er mjög ánægð með allan hópinn og áhorfendur í kvöld. Það kom margir þrátt fyrir glatað veður. Við heyrðum vel í þeim. Fullkomið kvöld. 

Miðað við aðstæður þá leysum við vel úr fyrri hálfleik. Markið sem við skoruðum, ég veit ekki hvað kom fyrir Guðrúnu, hún var allt í einu Messi!

Það var mjög vel slúttað hjá Hlín og skallinn hjá Hildi í seinni var alveg frábær. Mér fannst þetta verðskuldað. Sérstaklega yfir þessar 120 mínútur.“

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni í gær.
Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sitt eigið lið

Íslenska landsliðið hefur verið á mikilli uppleið síðasta árið en 2022 var vonbrigðaár hjá liðinu. Glódís segir það taka tíma fyrir nýtt lið að feta sinn eigin veg. 

„Við höfum mikið rætt um að við misstum mikla reynslu. Mjög mikið af stórum karakterum á stuttum tíma. 

Þá tekur smá tíma fyrir liðið að spila sér saman og feta veginn aftur. Þetta lið er ekki að fara að vera það sama og fór á EM síðast eða þar á undan. 

Við verðum að feta okkar veg sem lið. Hvernig einkenni og gildi við ætlum að vera með. Þetta er langt frá því að vera búið. 

Við höfum verið að sýna að við getum stigið upp þegar við þurfum í undanförnum leikjum. Við höldum áfram að byggja ofan á þetta.“

Mjög langþráð

Ísland mætir Þýskalandi heima og Póllandi ytra í síðustu tveimur leikjum riðilsins. 

„Það leggst ótrúlega vel í okkur. Við erum ánægðar að vera búnar með þennan glugga. Hann hefði getað sett okkur í vonda stöðu en í staðinn erum við komnar í góða stöðu. 

Pólland stendur í Þýskalandi í báðum leikjum. Þær eru að þjappa sér betur saman. Þetta verða tveir hörkuleikir. 

Það yrði algjör draumur að ná einhverjum stigum af Þýskalandi og ná að komast á EM, vonandi fyrir framan fullan völl, langt síðan seinast.“

„Ég er loks að fara í sumarfrí, mjög langþráð. Ég þarf á því að halda,“ bætti Glódís við þegar hún var spurð um næstu vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert