Fyrsti sigur Þróttar - þrenna Kristrúnar

Kristrún Rut Antonsdóttir í baráttu við Gwendolyn Mummert hjá Tindastóli.
Kristrún Rut Antonsdóttir í baráttu við Gwendolyn Mummert hjá Tindastóli. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þróttur vann góðan 4:2 sigur á liði Tindastóls í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Laugardalnum í dag. Þetta er fyrsti sigur Þróttara í deildinni í sumar en liðið er þó áfram í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Tindastóll er áfram í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig.

Það voru gestirnir frá Sauðárkróki sem byrjuðu þó betur í Laugardalnum í dag. Strax á 1. mínútu leiksins komst Jordyn Rhodes í gott færi en laust skot hennar fór framhjá. Aðeins einni mínútu síðar átti svo Elísa Bríet Björnsdóttir fínt skot að marki Þróttara en skotið fór framhjá.

Á 10. mínútu leiksins náðu svo gestirnir að skora en þar var á ferðinni Jordyn Rhodes en markið kom eftir fína skyndisókn Tindastóls. Það kom góður bolti inn fyrir vörn Þróttara á Aldísi Maríu Jóhannsdóttur sem kom boltanum strax fyrir markið á Jordyn Rhodes sem setti boltann í netið af stuttu færi. Virkilega vel gert hjá gestunum.

Stuttu síðar munaði litlu að Jordyn Rhodes kæmi gestunum í 2:0 en skot hennar fór í þverslánna. Eftir þetta fór leikmenn Þróttar að vakna til lífsins og um miðan fyrri hálfleikinn tóku þær öll völd á vellinum. Það var sérstaklega Freyja Karín Þorvarðardóttir sem var hættuleg en hún átti meðal annars skalla rétt framhjá eftir hornspyrnu á 22. mínútu leiksins.

Barátta við mark Tindastóls en Monica Wilhelm markvörður grípur boltann.
Barátta við mark Tindastóls en Monica Wilhelm markvörður grípur boltann. Arnþór Birkisson

Freyja var aftur á ferðinni á 30. mínútu en þá varði Monica Wilhelm skot frá henni úr þröngu færi. Henni tókst loksins að setja boltann í netið á 36. mínútu leiksins en þá skoraði hún með skalla eftir hornspyrnu frá Sæunni Björnsdóttur. Freyja laumaði sér á næsrstöngina og náði að skalla boltann í netið og jafna metin 1:1.

Það var svo aðeins fjórum mínum síðar að Kristrún Rut Antonsdóttir kom Þrótturum yfir með góðu skoti. Það munaði semt litlu að gestirnir næðu að jafna í blálokin á fyrri hálfleik en þá fékk Birgitta Rún Finnbogadóttir fínt færi en skot hennar var varið af Mollee Swift.

Strax í upphafi seinni hálfleiks komst Þróttur í 3:1 en á 47. mínútu fékk Þróttur horn sem Sæunn Björnsdóttir tók og hún hitti beint á Kristrúnu Rut Antonsdóttur sem skallaði boltann í netið. Jordyn Rhodes fékk gott færi til að minnka muninn á 51. mínútu leiksins þegar Mollee Swift rann til í teignum en hún náði að verja virkilega vel frá Jordyn í kjölfarið.

Kristrún Rut var ansi nálægt því að setja sitt þriðja mark í leiknum á 58. mínútu en þá átti hún skalla í stöng af stuttu færi. Leah Matyann Pais fékk gott færi á 71. mínútu en þá fékk hún góða sendingu frá Kristrúnu Rut en Monica Wilhelm varði vel frá henni.

Leikmenn Tindastóls ógnuðu ekki mikið í seinni hálfleik en á 74. mínútu náðu þær þó að minnka muninn en þá átti Birgitta Rún Finnbogadóttir gott skot að marki, vippaði yfir Mollee Swift og setti boltann í netið.

Gwendolyn Mummert og Freyja Karín Þorvarðardóttir eigast við.
Gwendolyn Mummert og Freyja Karín Þorvarðardóttir eigast við. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aftur á móti voru leikmenn Þróttar ekki lengi að auka forystu sína aftur í tvö mörk því á 76. mínútu skoraði Kristún Rut Antonsdóttir sitt þriðja mark í leiknum og fjórða mark Þróttara. Sæunn Björnsdóttir tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Tindastóls og setti boltann á markteig þar sem Kristrún kom hlaupaði og skallaði boltann í netið og staðan því orðin 4:2 fyrir Þrótti.

Þrátt fyrir þennan sigur er Þróttur áfram í neðsta sæti deildarinnar en liðið er með fjögur stig eftir sjö leiki í Bestu deild kvenna. Fylkir er í níunda sæti deildarinnar með fimm stig og svo eru Keflavík og Tindastóll þar fyrir ofan með sex stig.

Næsti leikur Þróttar er gegn liði Breiðabliks á Kópavogsvelli eftir rúmlega viku en Tindastóll á heimaleik gegn liði Víkings á sama tíma.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Þróttur R. 4:2 Tindastóll opna loka
90. mín. Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert