Þægilegur sigur FH í Árbænum

Snædís María Jörundsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, markaskorar FH í …
Snædís María Jörundsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, markaskorar FH í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Fylkir og FH mættust í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Árbænum í dag. Leikar enduðu með 3:0-sigri FH sem þýðir að liðið er komið í fjórða sæti með 10 stig. Fylkir situr hins vegar í níunda sæti með fimm stig. 

FH-ingar byrjuðu leikinn vel og eftir aðeins 6. mínútna leik kom Snædís María Jörundsdóttir þeim yfir eftir glæsilega stungusendingu frá Ídu Marín Hermannsdóttur. 

Fyrirliðinn, Eva Rut Áþórsdóttir, fékk fínasta færi til að jafna leikinn á 19. mínútu eftir að misheppnuð hreinsun frá Aldísi Guðlaugsdóttur í marki FH en skot hennar í varnarmann og framhjá. 

Fylkiskonur áttu góða kafla í fyrri hálfleik og endaði frábær sókn þeirra með hörku skoti frá Þórhildi Þórhallsdóttur sem Aldís Guðlaugsdóttir varði glæsilega. 

Á loka mínútu fyrri hálfleiks var FH ekki langt frá því að komast í 2:0 eftir hornspyrnu sem rataði á Breukelen Woodard á fjærstönginni en skalli hennar endaði yfir. Staðan 1:0, FH í vil í hálfleik. 

Síðari hálfleikurinn fór nokkuð rólega af stað. Ída Marín Hermannsdóttir fékk fínasta færi til að tvöfalda forystu FH en Tinna Brá Magnúsdóttir í marki Fylkis sá við henni. 

Á 64. mínútu komst FH í 2:0 eftir að fyrirgjöf frá Ídu Marín Hermannsdóttur fann pönnuna á Snædísi Maríu Jörundsdóttur í teig Fylkis sem stangaði boltann í netið. Annað mark hennar í dag og fjórða á tímabilinu. 

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir gerði út um leikinn á 74. mínútu með góðri afgreiðslu eftir frábæran undirbúning frá Breukelen Woodard. Lokaniðurstöður í dag, 3:0 fyrir FH.

Fylkir 0:3 FH opna loka
90. mín. Breukelen Woodard (FH) á skot sem er varið Fær hann á fjærstönginni og á fast skot beint á Tinnu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert