Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni

Tryggvi Hrafn Haraldsson með boltann í leik liðanna á síðasta …
Tryggvi Hrafn Haraldsson með boltann í leik liðanna á síðasta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Kefla­vík og Val­ur átt­ust við í 8-liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í fót­bolta í dag og lauk leikn­um með sigri Vals­manna eft­ir fram­lengd­an leik og víta­spyrnu­keppni. Staðan var 3:3 eft­ir fram­leng­ingu og vann Val­ur 5:3 í víta­spyrnu­keppni. Leikið var á Kefla­víkurelli í Reykja­nes­bæ.

Vals­menn áttu mun fleiri færi í fyrri hálfleik og voru oft ná­lægt því að skora en þökk sé góðri vörn Kefla­vík­ur og þá sér­stak­lega markvörsl­um Ásgeirs Þórs Magnús­son­ar í marki Kefla­vík­ur náðu Vals­menn ekki að koma bolt­an­um inn fyrr en á 33. mín­útu þegar Pat­rick Peder­sen skoraði eft­ir klaufagang í vörn Kefla­vík­ur. Staðan 1:0 fyr­ir Val.

Á 38. mín­útu jöfnuðu Kefl­vík­ing­ar með marki frá Ásgeiri Páli Magnús­syni eft­ir mis­heppnaða hreins­un hjá Vals­mönn­um. Staðan 1:1 og voru það hálfleikstöl­ur.

Síðari hálfleik­ur fór ró­lega af stað og gerðist í raun ekk­ert markvert fyrr en á 56. mín­útu þegar Dag­ur Ingi Vals­son skoraði eft­ir bar­áttu inni í víta­teig Vals­manna. Val­ur Þór Há­kon­ar­son skaut tvisvar sinn­um að marki Vals en varn­ar­menn vörðust skot­un­um. Í síðara skot­inu barst bolt­inn til Dags Inga sem skaut rétt utan víta­teigs í blá­hornið nær og skoraði. Staðan 2:1 fyr­ir Kefla­vík.

Á 68. mín­útu jöfnuðu Vals­menn leik­inn. Þá gaf Krist­inn Freyr Sig­urðsson bolt­ann fyr­ir markið og þar setti Gunn­laug­ur Fann­ar Guðmunds­son bolt­ann í eigið mark í til­raun sinni til þess að koma bolt­an­um frá en Pat­rick Peder­sen var í bak­inu á hon­um, til­bú­inn til að setja bolt­ann yfir marklín­una. Staðan 2:2.

Þess ber að geta í lið Kefla­vík­ur vantaði þrjá lyk­il­menn. Frans Elvars­son, Sindri Snær Magnús­son og Sami Kam­el voru all­ir fjarri góðu gamni í dag. 

Á 83. mín­útu leiks­ins kom Gylfi Þór Sig­urðsson inn á hjá Vals­mönn­um í staðinn fyr­ir Bjarna Mark Ant­ons­son. 

Annað markvert gerðist ekki í síðari hálfleik og lauk venju­leg­um leiktíma með jafn­tefli, 2:2, og því þurfti að fram­lengja. 

Vals­menn byrjuðu fram­leng­ing­una og á 93. mín­útu komst Gylfi Þór Sig­urðsson í mjög álit­legt færi þegar hann sólaði sig í gegn­um vörn Kefla­vík­ur og skaut í átt að fjær­horni marks Kefla­vík­ur en bolt­inn rétt fram­hjá.

Á 97. mín­útu fengu Kefl­vík­ing­ar hálf­færi þegar Dag­ur Ingi fékk frítt skot utan teigs en bolt­inn langt yfir. Í sömu andrá brunuðu Vals­menn upp í sókn. Þar var á ferðinni Adam Ægir Páls­son sem brunaði upp vinstri kant­inn, gaf bolt­ann fyr­ir og þar var Jónatan Ingi Jóns­son sem tók við bolt­an­um og skoraði lag­legt mark. Staðan 3:2 fyr­ir Val.

Á 101. mín­útu fékk Mama­dou Diaw al­vöru færi eft­ir horn­spyrnu en skot hans fram­hjá. Illa farið með mjög gott færi.

Staðan í hálfleik fram­leng­ing­ar 3:2 fyr­ir Vals­menn.

Það gerðist ná­kvæm­lega ekk­ert markvert í síðari hálfleik fram­leng­ing­ar­inn­ar fyrr en á 120. mín­útu þegar Kefla­vík jafnaði leik­inn. Það gerði Gabrí­el Aron Sæv­ars­son eft­ir langt innkast. 

Stuttu síðar flautaði Pét­ur Guðmunds­son til leiks­loka og víta­spyrnu­keppni framund­an.

Það voru síðan Vals­menn sem unnu víta­spyrnu­keppn­ina 5:3 en Kefl­vík­ing­ar þurftu ekki að taka síðasta vítið sitt og fara Vals­menn áfram í undanúr­slit eft­ir sig­ur, sam­an­lagt 8:6.

Kefla­vík 6:8 Val­ur opna loka
skorar Ásgeir Páll Magnússon (38. mín.)
skorar Dagur Ingi Valsson (56. mín.)
skorar Gabríel Aron Sævarsson (120. mín.)
skorar úr víti Kári Sigfússon (121. mín.)
skorar úr víti Dagur Ingi Valsson (121. mín.)
skorar úr víti Ásgeir Páll Magnússon (121. mín.)
Mörk
skorar Patrick Pedersen (33. mín.)
skorar Valur (68. mín.)
skorar Jónatan Ingi Jónsson (97. mín.)
skorar úr víti Tryggvi Hrafn Haraldsson (121. mín.)
skorar úr víti Jónatan Ingi Jónsson (121. mín.)
skorar úr víti Gylfi Þór Sigurðsson (121. mín.)
skorar úr víti Adam Ægir Pálsson (121. mín.)
skorar úr víti Kristinn Freyr Sigurðsson (121. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Adam Ægir Pálsson (120. mín.)
mín.
121 Leik lokið
Valsmenn vinna vítaspyrnukeppnina og eru komnir í undanúrslit.
121 MARK! Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) skorar úr víti
121 MARK! Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík) skorar úr víti
121 MARK! Adam Ægir Pálsson (Valur) skorar úr víti
121 MARK! Dagur Ingi Valsson (Keflavík) skorar úr víti
Öruggt.
121 MARK! Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) skorar úr víti
Gylfi skorar af miklu öryggi.
121 Nacho Heras (Keflavík) skorar ekki úr víti
Fyrirliðinn klikkar. Frederik Schram ver.
121 MARK! Jónatan Ingi Jónsson (Valur) skorar úr víti
Jónatan Ingi sendir Ásgeir Orra í rangt horn.
121 MARK! Kári Sigfússon (Keflavík) skorar úr víti
SVELLKALDUR!
121 MARK! Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) skorar úr víti
Stöngin inn.
120 Leik lokið
VIÐ FÁUM VÍTATSPYRNUKEPPNI.
120 Adam Ægir Pálsson (Valur) fær gult spjald
Þetta var algjört pirringsbrot. Fyrsta spjald leiksins.
120 MARK! Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) skorar
3:3. KEFLAVÍK JAFNAR LEIKINN!!!!!! Við erum á leiðinni í vítakeppni.
119 Keflavík fær hornspyrnu
Jæja! Nú er lag!
113 Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) kemur inn á
113 Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) fer af velli
113 Valur fær hornspyrnu
110
Það hefur nákvæmlega ekkert gerst í síðari hálfleik framlengingar sem vert er að skrifa um. Hér er sól og blíða og örlítill vindur.
106 Seinni hálfleikur hafinn
106 Óliver Andri Einarsson (Keflavík) kemur inn á
106 Stefán Jón Friðriksson (Keflavík) fer af velli
105 Hálfleikur
101 Mamadou Diaw (Keflavík) á skot framhjá
Þarna gat hann jafnað!
99 Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) kemur inn á
99 Patrick Pedersen (Valur) fer af velli
97 MARK! Jónatan Ingi Jónsson (Valur) skorar
2:3. Adam Ægir Pálsson brunar upp völlinn vinstramegin, kemur boltanum fyrir og þar er Jónatan mættur og skorar.
97 Dagur Ingi Valsson (Keflavík) á skot yfir
Aldrei hætta svo sem.
93 Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) á skot framhjá
Þarna voru gæði á ferð. Gylfi sólar mann og annan og setur svo boltann á fjær hornið og freistar þess að skora en skotið rétt framhjá.
91 Leikur hafinn
Valsmenn byrja framlenginguna.
90 Leik lokið
Við fáum framlengingu.
90
4 mínútum bætt við venjulegan leiktíma. Við stefnum í framlengingu hér í Reykjanesbæ.
90 Hörður Ingi Gunnarsson (Valur) kemur inn á
90 Birkir Már Sævarsson (Valur) fer af velli
83 Kári Sigfússon (Keflavík) kemur inn á
83 Valur Þór Hákonarson (Keflavík) fer af velli
83 Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) kemur inn á
83 Bjarni Mark Duffield (Valur) fer af velli
80 Keflavík fær hornspyrnu
79 Valur fær hornspyrnu
75 Keflavík fær hornspyrnu
75 Edon Osmani (Keflavík) kemur inn á
75 Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) fer af velli
74
Það skal tekið fram að í lið Keflavikur vantar þrjá lykilmenn. Það eru þeir Frans Elvarsson, Sami Kamel og Sindri Snær Magnússon.
72 Keflavík fær hornspyrnu
Sem ekkert verður úr.
68 MARK! Valur (Valur) skorar
2:2. Sjálfsmark. Kristinn Freyr gefur boltann fyrir markið alveg við endalinuna og þar er Gunnlaugur sem setur boltann í eigið marka en beint fyrir aftan hann var Patrick sem hefði skorað. Gunnlaugur reyndi að koma boltanum frá en því miður sjálfsmark.
64 Adam Ægir Pálsson (Valur) kemur inn á
64 Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) fer af velli
56 MARK! Dagur Ingi Valsson (Keflavík) skorar
2:1. Darraðadans í vítateig Valsmanna. Valur Þór skýtur tvisvar sinnum á markið en vanrarmenn Vals verjast skotinu og síðan berst boltinn út á Dag Inga sem hamrar boltann rétt við vítateigslínuna í nær hornið og skorar.
51 Keflavík fær hornspyrnu
Ásgeir Páll með fyrirgjöf en Frederik Schram slær boltann yfir slána og í hornspyrnu.
47
Axel Ingi Jóhannesson reynir álitlega fyrirgjöf en það er enginn á svæðinu til að stanga boltann í netið.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Valsmenn byrja síðari hálfleikinn.
45 Hálfleikur
Staðan í hálfleik er jöfn 1:1.
38 MARK! Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík) skorar
1:1. Löng sending inn í teig Valsmanna og þeir ná ekki að hreinsa frá og eru ansi klaufalegir. Það notfæra Keflvíkingar sér og skora.
36 Dagur Ingi Valsson (Keflavík) á skot framhjá
Reynir að skrúfa boltann upp í fjær hornið en boltinn fer framhjá.
33 MARK! Patrick Pedersen (Valur) skorar
0:1. Þetta lá í loftinu. Boltinn berst inn í teig og heimamenn ná ekki að hreinsa frá. Pedersen nær boltanum og skorar. Sanngjörn forysta Valsmanna er staðreynd.
31 Patrick Pedersen (Valur) á skalla í þverslá
Þverslá og aftur fyrir endamörk.
31 Valur fær hornspyrnu
30 Valur fær hornspyrnu
Guðmundur Andri í álitlegu færi og skot hans í vanrarmann og afturfyrir. Keflvíkingar að standast þung áhlaup Valsmanna. Það er vel gert.
25 Bjarni Mark Duffield (Valur) á skalla yfir
Skallar yfir úr horninu.
25 Valur fær hornspyrnu
Keflvíkingar eru að verjast mjög vel í dag.
23 Patrick Pedersen (Valur) á skalla sem er varinn
AFTUR VER ÁSGEIR ORRI DAUÐAFÆRI. Pedersen fékk boltann á fjær stönginni og skallar að marki. Það bjuggust allir við marki hér í blaðamannastúkunni en Ásgeir Orri var alls ekki sammála og varði vel.
16 Valur fær hornspyrnu
14 Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) á skalla sem fer framhjá
12 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) á skot sem er varið
10 Jónatan Ingi Jónsson (Valur) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI!!! Jónatan Ingi einn inni í markteig og skýtur en Ásgeir Orri ver glæsilega í hornspyrnu.
10 Valur fær hornspyrnu
8 Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) á skot sem er varið
Alvöru skotfæri. Vel varið hjá Ásgeiri og Keflvíkingar hreinsa frá.
2
Last dagsins fer á stuðningsmenn liðanna sem mættu EKKI á völlinn í dag. Það er afar fámennt á vellinum í þessu blíðskaparveðri sem er örsjaldan í Keflavík. Það er samt nánast alltaf logn í Njarðvík. Hrósið fer auðvitað til þeirra dyggu stuðningsmanna sem eru hér mættir og fá bæði skemmtilegan fótboltaleik og sólbað á sama tíma. Svokallað 2 fyrir 1.
2 Sigurður Egill Lárusson (Valur) á skot yfir
Fyrsta skot leiksins komið. Langt yfir markið.
1 Leikur hafinn
Heimamenn byrja leikinn.
0
Valsmenn leika auðvitað í Bestu deildinni og eru í þriðja sæti deildarinnar.
0
Það er talsverður munur á þessum liðum ef litið er á pappírana frægu. Keflavíkurliðið spilar í næst efstu deild og situr þar í 4 sæti eftir 2 sigra, 2 jafntefli og 2 töp.
0
Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum hjá Val í dag en hann er að koma til baka eftir meiðsli.
0
Keflavíkurvöllur er iðagrænn og flottur fyri leik dagsins. Liðin eru komin út á völl að hita upp.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Vals í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Keflavík: (4-4-2) Mark: Ásgeir Orri Magnússon. Vörn: Axel Ingi Jóhannesson (Gabríel Aron Sævarsson 113), Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Ásgeir Helgi Orrason, Ásgeir Páll Magnússon. Miðja: Nacho Heras, Stefán Jón Friðriksson (Óliver Andri Einarsson 106), Mamadou Diaw, Ari Steinn Guðmundsson (Edon Osmani 75). Sókn: Dagur Ingi Valsson, Valur Þór Hákonarson (Kári Sigfússon 83).
Varamenn: Rúnar Gissurarson (M), Gabríel Aron Sævarsson, Óliver Andri Einarsson, Edon Osmani, Aron Örn Hákonarson, Kári Sigfússon, .

Valur: (4-3-3) Mark: Frederik Schram. Vörn: Birkir Már Sævarsson (Hörður Ingi Gunnarsson 90), Jakob Franz Pálsson, Elfar Freyr Helgason, Sigurður Egill Lárusson. Miðja: Bjarni Mark Duffield (Gylfi Þór Sigurðsson 83), Kristinn Freyr Sigurðsson, Jónatan Ingi Jónsson. Sókn: Guðmundur Andri Tryggvason (Adam Ægir Pálsson 64), Patrick Pedersen (Gísli Laxdal Unnarsson 99), Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Varamenn: Stefán Þór Ágústsson (M), Hörður Ingi Gunnarsson, Gísli Laxdal Unnarsson, Lúkas Logi Heimisson, Gylfi Þór Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Ólafur Karl Finsen.

Skot: Keflavík 10 (6) - Valur 16 (13)
Horn: Keflavík 5 - Valur 7.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson
Völlur: HS Orku völlurinn

Leikur hefst
9. júní 2024 16:00

Aðstæður:

Dómari: Pétur Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert