Bjarni Guðjónsson hættir hjá KR

Bjarni Guðjónsson lætur af stöfum í ágúst.
Bjarni Guðjónsson lætur af stöfum í ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Guðjónsson mun hætta sem framkvæmastjóri KR í lok ágústmánaðar. 

Frá þessu greinir félagið á heimasíðu sinni í dag og bætir við að ákvörðunin sé val Bjarna. 

Bjarni hefur gengt starfi framkvæmastjóra síðan 2022 en hann hefur lengi verið innan raða KR, bæði sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarmaður. 

„Ráðingarferli nýs framkvæmdastjóra bíður nú aðalstjórnar en þegar verður hafist handa við þá vinnu,“ segir KR og jafnframt þakkar Bjarna fyrir sín störf hjá félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert