Þjálfararnir mæta sínu gamla félagi

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fylkir fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn og Víkingskonur fara á Krókinn en athyglisverðasti leikur umferðarinnar er Breiðablik - Þróttur.

Nik Chamberlain og Edda Garðarsdóttir, fyrrum þjálfarateymi Þróttar, mæta sínu gamla liði í dag en ásamt þeim fór lykilleikmaður liðsins, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, yfir í Breiðablik fyrir tímabilið. 

Ólafur Kristjánsson starfaði síðast sem yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Breiðabliki áður en hann var ráðinn þjálf­ari kvennaliðs Þrótt­ar en hann hefur einnig þjálfað karlalið Breiðabliks.

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Liðin mætast klukkan 14.00 á Kópavogsvelli í dag. 

Leikir dagsins í Bestu deild kvenna

Breiðablik - Þróttur 14.00

Tindastóll - Víkingur 16.00

Fylkir - Valur 16.00

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert