Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fylkir fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn og Víkingskonur fara á Krókinn en athyglisverðasti leikur umferðarinnar er Breiðablik - Þróttur.
Nik Chamberlain og Edda Garðarsdóttir, fyrrum þjálfarateymi Þróttar, mæta sínu gamla liði í dag en ásamt þeim fór lykilleikmaður liðsins, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, yfir í Breiðablik fyrir tímabilið.
Ólafur Kristjánsson starfaði síðast sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki áður en hann var ráðinn þjálfari kvennaliðs Þróttar en hann hefur einnig þjálfað karlalið Breiðabliks.
Liðin mætast klukkan 14.00 á Kópavogsvelli í dag.
Leikir dagsins í Bestu deild kvenna
Breiðablik - Þróttur 14.00
Tindastóll - Víkingur 16.00
Fylkir - Valur 16.00