Vorum ekki góðar í fyrri hálfleik

Anna Björk Kristjánsdóttir og Eva Rut Ásþórsdóttir eigast við í …
Anna Björk Kristjánsdóttir og Eva Rut Ásþórsdóttir eigast við í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Pétur Pétursson, þjálfari Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, var sáttur með sigurinn í Árbænum í dag en Valur vann Fylki 4:1 í 8. umferð deildarinnar.

Sérstaklega var Pétur ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik.

Íslandsmeistararnir ekki í vandræðum með nýliðana

„Það var bara fínt að vinna þetta. Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik en keyrðum þetta upp í seinni hálfleik og spiluðum miklu betur.

Í fyrri hálfleik voru bara endalausar lélegar sendingar og hreyfingin var ekki góð í liðinu.

Við breyttum því í seinni hálfleik og vinnum leikinn. Það er það sem skiptir máli”, sagði Pétur Pétursson við blaðamann mbl.is strax eftir leik í Árbænum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert