8. umferð: Þessar 15 hafa skorað 100 - tvær úr Blikum með áfanga

Sandra María Jessen er komin með 101 mark.
Sandra María Jessen er komin með 101 mark. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, varð á laugardaginn fimmtánda konan í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu til að skora 100 mörk í efstu deild kvenna.

Sandra skoraði mörk númer 100 og 101 í deildinni þegar Þór/KA vann öruggan sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 4:1, en hún hefur leikið 161 leik í deildinni, alla fyrir Akureyrarliðið.

Þessar fimmtán konur hafa skorað 100 mörk og meira:

269 Olga Færseth
207 Margrét Lára Viðarsdóttir
181 Harpa Þorsteinsdóttir
154 Ásta B. Gunnlaugsdóttir
154 Helena Ólafsdóttir
148 Hrefna Jóhannesdóttir
138 Laufey Sigurðardóttir
137 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
134 Ásthildur Helgadóttir
134 Elín Metta Jensen
125 Hólmfríður Magnúsdóttir
125 Rakel Hönnudóttir
118 Fanndís Friðriksdóttir
104 Kristín Ýr Bjarnadóttir
101 Sandra María Jessen

Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki lék sinn 150. leik í efstu deild í gær þegar Blikar unnu Þrótt 3:0. Af þeim hefur hún leikið 108 leiki fyrir Breiðablik, 34 fyrir Stjörnuna og 8 fyrir Val. Þá skoraði Agla María sitt 77. mark í leiknum og fór með því upp fyrir Bryndísi Jóhannesdóttur, sem lengst af lék með ÍBV, og í 28. sætið yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi.

Agla María Albertsdóttir er komin með 150 leiki í deildinni.
Agla María Albertsdóttir er komin með 150 leiki í deildinni. mbl.is/Óttar Geirsson

Barbára Sól Gísladóttir úr Breiðabliki lék um leið sinn 100. leik í deildinni. Af þeim eru 92 fyrir Selfoss og svo átta fyrir Breiðablik á þessu tímabili.

Hrefna Jónsdóttir úr Stjörnunni og Hildur Anna Birgisdóttir úr Þór/KA skoruðu báðar sitt fyrsta mark í efstu deild þegar liðin mættust á laugardaginn. Hrefna lék sinn 11. leik og Hildur sinn sjötta. Þá skoraði Abigail Boyan úr Fylki sitt fyrsta mark í deildinni gegn Val í gær, í sínum áttunda leik.

Úrslit­in í 8. um­ferð:
FH - Kefla­vík 1:0
Stjarn­an - Þór/​KA 1:4
Breiðablik - Þrótt­ur R. 3:0
Fylk­ir - Val­ur 1:4
Tinda­stóll - Vík­ing­ur R. 1:1

Marka­hæst­ar:
12 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​KA
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
7 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
5 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
5 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
4 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
4 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
4 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
4 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH
3 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Breukelen Woodard, FH
3 Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Val
3 Guðrún Elísa­bet Björg­vins­dótt­ir, Val
3 Hannah Sharts, Stjörn­unni
3 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
3 Sig­dís Eva Bárðardótt­ir, Vík­ingi

Næstu leik­ir:
20.6. Víkingur R. - Breiðablik
21.6. Keflavík - Tindastóll
21.6. Þór/KA - Fylkir
21.6. Þróttur R. - Stjarnan
21.6. Valur - FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert