Moutaz Neffati kom til KR á láni frá IFK Norrköping á lokadegi félagsskiptagluggans en hann er nú á förum.
Moutaz er 19 ára gamall og spilaði aðeins fjóra leiki með KR í deildinni og einn í bikar en hann getur spilað sem kantmaður eða framsækinn miðjumaður.
„Markmiðið með því að fara á lán var spilatími sem ég fékk. Deildin er góð, þetta er deild með mikið af líkamlegum átökum, mikil ákefð sem er gott að hafa í reynslubankanum. Nokkrir leikir voru frekar grófir með mikið af spjöldum. Þetta hefur hjálpað mér,“ sagði Moutaz um dvöl hans á Íslandi í tilkynningu frá liðinu.
Hann á þrjá leiki eftir sem leikmaður KR.