Mögulegir mótherjar Breiðabliks, Vals og Stjörnunnar

Breiðablik og Valur leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar ásamt Stjörnunni.
Breiðablik og Valur leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar ásamt Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun verður dregið til fyrstu umferðar undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta og þar eru þrjú íslensk lið á meðal þátttökuliða, Breiðablik, Valur og Stjarnan.

Liðum fyrstu umferðar hefur verið stillt upp í styrkleikaflokka og hópa. Breiðablik er í efri styrkleikaflokki en Valur og Stjarnan í neðri flokki. Í dag var þessu endanlega raðað upp og nú liggur fyrir hvaða  fimm mótherjar eru mögulegir hjá hverju íslensku liðanna fyrir sig.

Breiðablik mætir einu af þessum fimm liðum:

Floriana, Möltu
Shelbourne, Írlandi
Atlétic Club Escaldes, Andorra
Tikves, Norður-Makedóníu
Caernarfon Town, Wales

Valur mætir einu af þessum fimm liðum:

KuPS Kuopio, Finnlandi
B36 Þórshöfn, Færeyjum
Levadia Tallinn, Eistlandi
Connah's Quay Nomads, Wales
Vllaznia, Albaníu

Stjarnan mætir einu af þessum fimm liðum:

Zalgiris, Litháen
Linfield, Norður-Írlandi
Paide Linnameeskond, Eistlandi
Liepaja, Lettlandi
Derry City, Írlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert