Best í áttundu umferðinni

Sandra María Jessen hefur verið óstöðvandi á tímabilinu.
Sandra María Jessen hefur verið óstöðvandi á tímabilinu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen, framherji og fyrirliði Þórs/KA, var besti leikmaðurinn í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Sandra var eina ferðina enn í aðalhlutverki og skoraði tvö mörk þegar Þór/KA sigraði Stjörnuna á sannfærandi hátt í Garðabæ á laugardaginn, 4:1.

Þetta er í annað sinn í fyrstu átta umferðunum sem Sandra er leikmaður umferðarinnar en það var hún líka í annarrri umferðinni í vor þegar hún gerði öll fjögur mörk Þórs/KA í sigri gegn FH í Kaplakrika, 4:0.

Hún var ennfremur útnefnd besti leikmaður apríl og maí hjá Morgunblaðinu en Sandra var efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins eftir fyrstu sex umferðirnar. Það hefur ekkert breyst því Sandra er langefst í M-gjöfinni eftir átta umferðir. Hún hefur samtals fengið 10 M fyrir leikina átta á þessu tímabili en næstu leikmenn á eftir henni hafa fengið sjö M.

Nánar um Söndru í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið áttundu umferðar Bestu deildar kvenna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert