Dramatískur sigur í Úlfarsárdalnum

Framarinn Jannik Pohl með boltann í leik liðanna síðasta sumar. …
Framarinn Jannik Pohl með boltann í leik liðanna síðasta sumar. Leifur Andri Leifsson er fyrir aftan hann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram og HK mættust í 10. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Úlfarsárdal í kvöld. Leikar enduðu með 2:1 sigri HK sem situr í níunda sæti með 10 stig. Fram situr sjöunda sæti með 13 stig. 

Fram byrjaði viðureignina betur og var töluvert meira með boltann. Fyrsta færi leiksins kom á níundu mínútu þegar Fred Saraiva kom með fyrirgjöf á fjærstöngina sem fann Guðmund Magnússon en skalli hans var beint á Arnar Frey Ólafsson í marki HK. 

Lítið gerðist í kjölfarið, Fram var meira með boltann en skapaði sér lítið af færum. HK sótti aðeins líka og fékk Atli Hrafn Andrason ágætis skallafæri eftir fyrirgjöf frá Kristjáni Snæ Frostasyni en skalli hans hátt yfir markið.  

Fram skoraði fyrsta mark leiksins, seint í fyrri hálfleik eða á 41. mínútu. Þar var að verki Már Ægisson. Adam Örn Arnarson kom með langa sendingu upp völlinn sem Már komst í og náði hann síðan að skora af miklu öryggi.   

Birnir Breki Burknason fékk fínasta færi til að jafna metin aðeins tveimur mínútum síðar. Atli Hrafn Andrason gerði þá vel og lagði boltann út í teiginn á Birni sem skaut í fyrsta en skot hans fór yfir. Staðan 1:0 fyrir Fram í hálfleik.  

Það var mun meiri kraftur í HK-ingum í síðari hálfleik og mun meira jafnræði milli liðanna. Fred Saraiva kom með hörkuskot snemma í fyrri hálfleik sem endaði í sláni. 

Á 69. mínútu jafnaði HK leikinn með sjálfsmarki frá Brynjari Gauta Guðjónssyni. Það kom eftir frábæran sprett frá Birni Breka Burknasyni sem kom með fyrirgjöf í hnéð á Brynjari og þaðan í netið.  

Aðeins fimm mínútum síðar komst HK yfir með marki frá Þorsteini Aroni Antonssyni. Það kom úr hornspyrnu frá George Nunn sem fann varamanninn Atla Þór Jónasson á fjærstönginni. Hann skallaði boltann niður og skoraði Þorsteinn með bakfallsspyrnu.   

Fram pressaði HK stíft á lokamínútunum. Hornspyrna Fred Saraiva fann Guðmund Magnússon á nærstönginni en skalli hans í slána. Fram hélt áfram að sækja en án árangurs. Lokaniðurstaða í dag, 1:0 sigur fyrir HK.



Fram 1:2 HK opna loka
90. mín. Guðmundur Magnússon (Fram) á skalla sem er varinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert