Gylfi Þór mættur aftur

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur eftir meiðsli.
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur eftir meiðsli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Vals sem mætir Víkingi í stórleik 10. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta á Hlíðarenda í kvöld.

Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli í baki en hefur nú jafnað sig og mun spila sinn fyrsta leik frá því gegn KA 11. maí.

Leikurinn er í beinni textalýsingu á mbl.is og hefst klukkan 20.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert