KA missir tvo í bann í bikarnum

Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvívegis í sigri KA og Fram og …
Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvívegis í sigri KA og Fram og fagnar hér seinna markinu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA-menn verða án tveggja manna þegar þeir mæta Val í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu.

Þeir Bjarni Aðalsteinsson og Birgir Baldvinsson voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann hvor í bikarkeppninni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í keppninni þegar KA vann Fram, 3:0, í undanúrslitunum. Bjarni skoraði tvö mörk í leiknum.

Stjarnan missir einnig einn leikmann í bann, Guðmund Baldvin Nökkvason, en Garðabæjarliðið mætir Víkingi í undanúrslitum.

Hvorki Valur né Víkingur missa leikmann í bann í bikarnum.

Dalvíkingur í tveggja leikja bann

Amin Guerrero, leikmaður Dalvíkur/Reynis í 1. deild karla, var úrskurðaður í tveggja leikja bann í dag og þeir Matevz Turkus úr Grindavík, Eiður Atli Rúnarsson úr ÍBV og Sindri Björnsson úr Leikn iR. fengu allir eins leiks bann í 1. deildinni vegna fjögurra gulra spjalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert