Kynþáttaníð í Bestu deildinni tilkynnt til KSÍ

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnudeild Vestra hefur tilkynnt kynþáttaníð sem leikmaður liðsins varð fyrir í Bestu deild karla til Knattspyrnusambands Íslands.

Davíð Smári Lamu­de, þjálf­ari Vestra, talaði um málið í viðtali eftir leikinn en atvikið á að hafa átt sér stað í leik Vestra gegn Fylki í gærkvöldi. 

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2024/06/19/sakar_leikmenn_fylkis_um_kynthattanid/

Tilkynning Vestra:

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vestra vegna atviks í leik Fylkis og Vestra þriðjudaginn 18.júní s.l.

Knattspyrnudeild Vestra harmar að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins á móti Fylki, þegar leikmaður Fylkis lætur rasísk orð í garð leikmanns Vestra falla. Erindið hefur verið sent á borð Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudeild Vestra stendur þétt við bakið á leikmanni liðsins og styður hans eins vel og mögulegt er. 

Hjá Vestra er ekkert svigrúm fyrir kynþáttfordómum af neinu tagi. Slík ummæli eiga hvorki heima innan knattspyrnuhreyfingarinnar né annar staðar.

Hjá knattspyrnudeild Vestra starfa og iðka einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynjum og af hinum ýmsu þjóðernum. Hjá félaginu eru öll velkomin. 

Félagið biður fjölmiðla að gefa aðilum málsins svigrúm því eins og gefur að skilja geta atvik sem þessi haft djúpstæð áhrif á þá er málið varðar. 

Félagið mun ekki tjá sig frekar um málavexti.

Knattspyrnudeild Vestra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert