Víkingar geta mætt Sverri í 2. umferð

Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í danska meistaraliðinu Midtjylland sem …
Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í danska meistaraliðinu Midtjylland sem mætir til leiks í 2. umferð Meistaradeildarinnar og gæti þá mætt Víkingi. Ljósmynd/Alex Nicodim

Í dag verður dregið til 2. umferðar í Evrópumótum karla í fótbolta en þá kemur í ljós hvaða liðum íslensku félögin fjögur geta mætt ef þau komast áfram úr 1. umferð undankeppni Meistaradeildar og Sambandsdeildar.

Þegar er ljóst að Víkingar halda áfram, hvort sem þeir vinna eða tapa gegn Shamrock Rovers frá Írlandi í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar.

Ef þeir slá út Shamrock Rovers og fara í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar geta þeir dregist gegn einhverju ef þessum fjórum liðum:

Bodö/Glimt, Noregi
Midtjylland, Danmörku
Sparta Prag, Tékklandi
Malmö, Svíþjóð

Sverrir Ingi Ingason leikur með dönsku meisturunum Midtjylland og Daníel Tristan Guðjohnsen er leikmaður Malmö en hefur verið lengi frá vegna meiðsla.

Sigur í 1. umferðinni gegn Shamrock tryggir Víkingum jafnframt a.m.k. sæti í 3. umferð Evrópudeildar og um leið úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar eða Sambandsdeildar, en það er nákvæmlega sú leið sem Blikar fóru í fyrra.

Ef Víkingar tapa fyrir Shamrock Rovers færast þeir yfir í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar og mæta þá tapliðinu úr einhverju eftirtalinna einvígja:

Slovan Bratislava (Slóvakíu) - Struga (N-Makedóníu)
KÍ Klaksvík (Færeyjum) - Differdange (Lúxemborg)
The New Saints (Wales) - Decic (Svartfjallalandi)
Borac Banja Luka (Bosníu) - Egnatia (Albaníu)
Ballkani (Kósovó) - UE Santa Coloma (Andorra)
Virtus (San Marínó) - FCSB (Rúmeníu)

Valsmenn geta mætt Willum

Ef Valsmenn slá út Vllaznia frá Albaníu í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar mæta þeir einhverju eftirtalinna liða í 2. umferð:

FC Köbenhavn (Danmörku)
Atlétic Club (Andorra) eða Diddeleng (Lúxemborg)
Go Ahead Eagles (Hollandi)
St. Mirren (Skotlandi)
Auda (Lettlandi) eða B36 (Færeyjum)

Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson leikur með Go Ahead Eagles og gæti því verið mótherji Valsmanna.

Ef Breiðablik slær út Tikvesh frá Norður-Makedóníu í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar mætir Kópavogsliðið einhverju eftirtalinna liða í 2. umferð:

Drita (Kósovó)
HB Þórshöfn (Færeyjum)
Caernarfon (Wales) eða Crusaders (N-Írlandi)
Ilves Tampere (Finnlandi)
Transinvest (Litháen)

Ef Stjarnan slær út Linfield frá Norður-Írlandi í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar mætir Garðabæjarliðið einhverju eftirtalinna liða í 2. umferð:

Tromsö (Noregi)
Bala Town (Wales) eða Paide Linnameeskond (Eistlandi)
Víkingur (Færeyjum) eða Liepaja (Lettlandi)
St. Patrick's Athletic (Írlandi)
Llapi (Kósóvó) eða Wisla Kraków (Póllandi)

Dregið er til 2. umferðar í undankeppni Meistaradeildar klukkan 10 og til 2. umferðar í undankeppni Sambandsdeildar klukkan 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert