Víkingur úr Reykjavík mætir Borac Banja Luka frá Bosníu eða Egnatia frá Albaníu í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar ef liðið tapar fyrir Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar.
Víkingur mætir Sparta Prag í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar ef liðið vinnur írsku meistarana Shamrock Rovers.
Annars leikur Víkingsliðið gegn tapliðinu í viðureign Borac og Egnatia.
Breiðablik, Stjarnan og Valur munu þá öll vita sína mótherja í 2. umferð, ef þau vinna í 1. umferð, innan skamms.