Grótta upp í þriðja sæti

Arnfríður Auður Arnarsdóttir fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum í Gróttu …
Arnfríður Auður Arnarsdóttir fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum í Gróttu í leik gegn HK fyrr á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grótta vann góðan heimasigur á Fram, 2:0, þegar liðin áttust við í 7. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í kvöld.

Grótta fór með sigrinum upp í þriðja sæti þar sem liðið er nú með 11 stig. Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Fram gefið ögn eftir en er þaðeins þremur stigum á eftir Gróttu með átta stig í sjöunda sæti.

Grótta náði forystunni eftir stundarfjórðungs leik þegar hin 16 ára gamla Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði.

Hún skoraði svo annað mark sitt og annað mark Gróttu á 72. mínútu og þar við sat.

Arnfríður Auður er nú búin að skora fimm mörk í sjö leikjum í 1. deildinni í ár.

Hún skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðasta tímabili og fjögur mörk í sex leikjum í 2.d deild á þarsíðasta tímabili og er því komin með 16 mörk í 29 deildarleikjum á ferli sínum með Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert