ÍA náði stigi af Blikum

Höskuldur tryggði Blikum stig með marki úr vítaspyrnu. Hér etur …
Höskuldur tryggði Blikum stig með marki úr vítaspyrnu. Hér etur hann kappi við Johannes Vall, varnarmann ÍA. mbl.is/Óttar

Breiðablik og ÍA gerðu 1:1 jafntefli í leik liðanna í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í kvöld.  Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar eftir þessi úrslit með 26 stig en lið Víkings er á toppnum í deildinni með 27 stig. Lið ÍA er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig.

Leikurinn var algjör einstefna í fyrri hálfleik en á einhvern ótrulegan hátt náðu heimamenn ekki að koma boltanum í netið. Leikmenn ÍA komu mun sprækari til leiks í seinni hálfleik og komust yfir á 58. mínútu leiksins en þá skoraði Marko Vardic eftir hornspyrnu Steinars Þorsteinssonar. Vardic var á fjarstönginni og setti boltann smekklega í netið.

Skagamenn fagna Marko Vardic
Skagamenn fagna Marko Vardic mbl.is/Óttar

Leikmenn Breiðabliks pressuðu vel á gestina eftir markið og náðu loksins að jafna metin en markið gerði Höskuldur Gunnlaugsson úr vítaspyrnu á 82. mínútu leiksins. Viktor Jónsson fékk tækifæri til að tryggja Skagamönnum sigurinn á lokasekúndum leiksins en Anton Ari Einarson náði að verja frá honum. Lokatölur því 1:1 á Kópavogsvelli.

Bæði Breiðablik og ÍA eiga aftur leik í Bestu deild karla næsta föstudagskvöld. Breiðablik fer þá í Hafnarfjörð og mætir FH á Kaplakrikavelli en lið ÍA fær Valsmenn í heimsókn á Akranesvöll.

Breiðablik 1:1 ÍA opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma í seinni hálfleik hér á Kópavogsvelli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert