KSÍ aðhefst ekki meira eftir ásakanir um kynþáttaníð

Leikmen Vestra.
Leikmen Vestra. mbl.is/Eyþór Árnason

Knattspyrnusamband Íslands hefur lokið rannsókn og aðhefst ekki meira eftir kvörtun Vestra.

Vestri tilkynnti kynþáttaníð í garð leikmanns Vestra í leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í byrjun júní.

Vísir greinir frá því að KSÍ tilkynnti liðunum að sambandið hafi ekki fundið nægileg gögn eftir að hafa talað við dómarateymið og eftirlitsmann og skoða myndbönd af leiknum.

„Frekari gagnaöflun í málinu varð ekki til þess að skýra meinta atburðarrás frekar. Að teknu tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir í málinu, þ.e. greinargerð Vestra og greinargerð Fylkis, er það niðurstaða skrifstofu að ókleift sé annað en að láta til staðar numið og aðhafast ekki frekar,“ segir í tilkynningu KSÍ til félaganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert