12 mínútur á útopnu skilaði sigri

Ída Marín Hermannsdóttir í leiknum í kvöld.
Ída Marín Hermannsdóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Tólf mínútur með allt á útopnu skilaði FH-konum tveimur mörkum þegar Tindastóll kom í heimsókn í Kaplakrika  en Jordy Thodes tókst að skora glæsilegt mark – það dugði ekki til því Elísa Lana Sigurjónsdóttir og Helenda Ósk Hálfdánardóttir svöruðu með flottum mörkum og FH vann 4:1  og heldur 4. sætinu örugglega á meðan Tindastóll varð að gefa eftir 8. sætið til Stjörnunnar.

FH-konur byrjuðu með látum og á 5. mínútu small skot Elísu Lönu Sigurjónsdóttir í stöng Tindastól. 

Tindastóll átt samt færi en Aldís Guðlaugsdóttir varði vel frá Jordyn Rhodes mínútu síðar.

Það var samt ljós að FH-konur ætluðu sér mikið í þessum leik og á 8. mínútu tættu þær vörn Tindastóls í sundur en Monica Vilhelm markvörðu Tindastóls stakk sér fyrir skot Ídu Marín Hermannsdóttur í opnu færi. 

Á sömu 8. mínútu brást Ídu Maríu Hermannsdóttur ekki bogalistin og gott skot hennar utan teigs fór hægra megin í marki, staðan 1:0.

Á 11. mínútu átti svo Andrea Rán Hauksdóttir hörkuskot utan teigs en boltinn strauks við vinstri stöngina efst.

Mínútu síðar, á þeirri 12, var Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir á ferðinni.  Þá var Breukelen Woodard með boltann í frábæru færi eftir að hafa leikið vörn Tindastóls grátt en í stað þess að þruma á markið gaf hún fyrir markið á Ídu Maríu sem átti ekki í vandræðum með að skora aftur, staðan 2:0.

Eftir þennan atgang róaðist leikurinn og liðin skiptust á færin en þau voru ekki líkleg til að breyta stöðunni – eins og FH-ingar þyrftu aðeins að ná andanum enda nýtti Tindastóll það til að komast inn í leikinn.

Síðari hálfleikur var fjörugur en þá var mest með að vera á miðjunni og lítið um færi.  Þó FH væri meira með boltann áttu gestirnir fyrst færið en þá fór ágætt skot Jordyn í stöngina og aftur fyrir á 49. mínútu.

Breukelen átti síðan tvö góð færi á 50. og 52. mínútu en Monica varði vel.

Fátt var um fína drætti en á 68. mínútu kom frábært mark hjá Jordyn þegar hún rakti boltann upp hálfan völlinn, lék á nokkrar varnarmenn og þegar komin inn í miðjan vítateig kom laust skot í vinstrahornið – utan seilingar samt fyrir Aldísi í markinu, staðan orðin 2:1.

Á 73. mínútu munaði litlu að FH yki muninn þegar hörkuskot Elísar Lönu Sigurjónsdóttur small í slánna eftir skot utan teigs.

Elísa Lana var á aftur á ferðinni þegar hún skaut í stöng Tindastóls á 80. mínútu án þess að félagar hennar nýttu sér þegar boltann rann síðan fyrir markið.

Á 83. brást Elísu Lönu ekki bogalistinn þegar þrumuskot hennar utan teigs fór upp í markhornið án þess að nokkur kæmi vörnum við.  Staðan orðin 3:1.

FH-konum langaði í meira og á 88. mínútu skoraði Helen Ósk Hálfdánardóttir gott mark úr miðjum vítateignum til að innsigla 4:1 sigur FH.

Næstu leikir liðanna í deildinni, næsta þriðjudag fær Tindastóll topplið Blika í heimsókn á miðvikudeginum fer FH til móts við Þór/KA á Akureyri.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

FH 4:1 Tindastóll opna loka
90. mín. +3 í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert