ÍA hafði betur gegn ÍBV

Klil Keshwar og liðsfélagar hennar í ÍA unnu góðan sigur …
Klil Keshwar og liðsfélagar hennar í ÍA unnu góðan sigur á ÍBV. Ljósmynd/ÍA

ÍA vann sterkan sigur á ÍBV, 3:1, þegar liðin áttust við í 8. umferð 1. Deildar kvenna í knattspyrnu í Akraneshöllinni í kvöld.

Með sigrinum fór ÍA upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið er nú með 12 stig. ÍBV er áfram í níunda og næstneðsta sæti með sjö stig.

Erna Björt Elíasdóttir kom ÍA í forystu eftir rúmlega hálftíma leik.

Skömmu fyrir leikhlé varð Helena Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan því 2:0 í leikhléi.

Um miðjan síðari hálfleikinn minnkaði Telusila Vunipola muninn fyrir ÍBV með marki úr vítaspyrnu.

Kolfinna Eir Jónsdóttir innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Skagakvenna einni mínútu fyrir leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert