10. umferð: Berglind í fámennan hóp - náði Laufeyju

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val og …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val og það lyfti henni á markalistanum. Ljósmynd/Valur

Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði tveimur stórum áföngum í fyrrakvöld þegar hún tók þátt í sigri Vals á Þór/KA í toppslag liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Berglind kom til liðs við Val í vor og leikur í fyrsta skipti í fjögur ár með íslensku liði eftir atvinnumennsku í Frakklandi, Noregi og Svíþjóð en áður lék hún einnig á Ítalíu og í Hollandi.

Hún spilaði gegn Þór/KA sinn 250. deildaleik á ferlinum en þar af eru 194 leikir í efstu deild hér á landi og 56 leikir erlendis. Berglind er 26. íslenska knattspyrnukonan sem nær að spila 250 deildaleiki á ferlinum, heima og erlendis, og hún jafnaði við þær Auði Skúladóttur og Erlu Hendriksdóttur í 24. til 26. sæti en Auður og Erla léku báðar 250 deildaleiki á sínum tíma.

Berglind skoraði jafnframt jöfnunarmark Vals, 1:1, á 85. mínútu leiksins og það var hennar 138. mark í efstu deild hér á landi. Þar með jafnaði hún  við Skagakonuna Laufeyju Sigurðardóttur en þær deila nú sjöunda sætinu yfir markahæstu konur deildarinnar í sögu Íslandsmótsins. Þær eru eftirtaldar:

269 Olga Færseth
207 Margrét Lára Viðarsdóttir
181 Harpa Þorsteinsdóttir
154 Ásta B. Gunnlaugsdóttir
154 Helena Ólafsdóttir
148 Hrefna Jóhannesdóttir
138 Laufey Sigurðardóttir
138 Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Katrín Ásbjörnsdóttir hækkaði sig á markalista efstu deildar annan leikinn í röð. Hún fór uppfyrir Kristrúnu Lilju Daðadóttur og í 20. sætið yfir þær markahæstu frá upphafi með því að skora bæði mörkin í sigri Breiðabliks á Keflavík, 2:0. Katrín hefur nú skorað 88 mörk í deildinni en Kristrún skoraði 87, öll fyrir Breiðablik.

Úrslit­in í 10. um­ferð:
Þór/​KA - Val­ur 1:2
Þrótt­ur R. - Fylk­ir 1:0
Kefla­vík - Breiðablik 0:2
FH - Tinda­stóll 4:1
Vík­ing­ur R. - Stjarn­an 3:2

Marka­hæst­ar:
12 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​KA
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
7 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
6 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
5 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val
5 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
4 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
4 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH
3 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Br­eu­kelen Wood­ard, FH
3 Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Val
3 Guðrún Elísa­bet Björg­vins­dótt­ir, Val
3 Hannah Sharts, Stjörn­unni
3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, FH
3 Katrín Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki
3 Selma Dögg Björgvinsdóttir, Víkingi
3 Sig­dís Eva Bárðardótt­ir, Vík­ingi

Næstu leik­ir:
2.7. Stjarnan - Keflavík
2.7. Tindastóll - Breiðablik
2.7. Fylkir - Víkingur R.
3.7. Valur - Þróttur R.
3.7. Þór/KA - FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert