Afturelding vann toppslag í Kórnum

Asha Zuniga hjá HK og Hildur Karítas Gunnarsdóttir hjá Aftureldingu …
Asha Zuniga hjá HK og Hildur Karítas Gunnarsdóttir hjá Aftureldingu í baráttu um boltann í Kórnum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding komst að hlið FHL á toppi 1. deildar kvenna í fótbolta í kvöld með því að sigra HK, 3:1, í Kórnum í Kópavogi.

HK hefði náð forystunni í deildinni með sigri en datt niður í þriðja sæti með þessum úrslitum. FHL og Afturelding eru með 16 stig á toppnum en HK er með 14 stig. FHL á leik til góða og sækir ÍR heim annað kvöld.

Brookelynn Entz kom HK yfir á 10. mínútu en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði fyrir Aftureldingu á 28. mínútu. Anna Pálína Sigurðardóttir kom Aftureldingu í 2:1 á 62. mínútu og á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Ariela Lewis úr vítaspyrnu og innsiglaði góðan sigur Mosfelllinga.

Á Selfossi gerðu heimakonur markalaust jafntefli við Gróttu. Selfoss er áfram í áttunda sæti deildarinnar, nú með 9 stig, og Grótta lyfti sér upp í fjórða sætið með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert