Hljótum að vilja spyrna í botninn

Tiago Fernandes og Eiður Aron Sigurbjörnsson eigast við á Ísafirði …
Tiago Fernandes og Eiður Aron Sigurbjörnsson eigast við á Ísafirði í kvöld. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég er ofboðslega ósáttur við leikinn, orkustigið og margt sem ég er ósáttur með," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tapið gegn Fram, 3:1, í Bestu deild karla í fótbolta á Ísafirði í kvöld.

„Fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar, þar sem mér fannst við mjög góðir. Eftir að við fáum á okkur fyrsta markið þá finnst mér við henda öllum undirbúningi út um gluggann. Þessar ákvarðanir sem við erum að taka eru til þess að leitast til að vera hetja. Í staðinn fyrir að gera þetta sem lið, það veit ekki á gott," sagði Davíð.

Framarar virðast taka öll völd og William kemur í raun fyrir stærra tap í seinni hálfleik.

„Já, mér fannst líka algjört agaleysi í okkar leik. Skipulag á liðinu er ekki gott og menn ætluðu einhvern veginn að vera hetjur og skora tvö mörk í hverri sókn. Þetta var bara alls ekki nógu gott.“

Nú koma þrír menn inn í dag Fatai, Eiður og Morten. Eru þeir klárir?

„Já þeir eru klárir en við ætluðum ekki að spila Fatai í 90 mínnútur en við vorum að reyna að sækja eitthvað. Eiður átti að spila 45 og Morten 60 þannig að þetta var eftir plani.“

Hvernig líst þér á næstu leiki? Breiðablik og KA heima?

„Við verðum bara taka þeim leikjum sem koma og við hljótum að vilja spyrna aðeins í botninn með okkar frammistöðu sem alls ekki góð í 70 mínútur í dag og heilan hálfleik í síðasta leik.

Við þurfum að fara að ná stöðuleika í okkar leik heilt yfir í 90 mínútur. Þá held ég að við séum á fínum stað. Það er gott að meiddu leikmennirnir eru að koma til baka og nú þurfum við bara að finna taktinn. Það er það sem liðinu vantar, að finna taktinn og spila okkur inní þetta aftur," sagði Davíð Smári Lamude.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert