Víkingur með sýningu í Garðabænum

Víkingar fagna eftir að Nikolaj Hansen kom þeim yfir í …
Víkingar fagna eftir að Nikolaj Hansen kom þeim yfir í Garðabæ í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingur valtaði yfir Stjörnuna, 4:0, í 12. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld. Úrslitin þýða að Víkingur er á toppi deildarinnar með 30 stig en Stjarnan situr í sjöunda sæti með 16 stig. 

Víkingur byrjaði viðureignina með látum og á 6. mínútu fékk Erlingur Agnarsson gott færi til að koma Víkingi yfir. Það gerðist þegar liðið vann boltann ofarlega á vellinum og náði Pablo Punyed að finna Erling hægra megin í teignum sem átti skot rétt framhjá. 

Víkingur náði forystunni aðeins fjórum mínútum síðar með marki frá danska markahróknum Nikolaj Hansen. Það kom eftir að Danijel Dejan Djuric fékk frábæran bolta inn fyrir vörn Stjörnunnar, kom með fastan bolta á nærstöngina á Nikolaj sem potaði boltanum í netið. 

Yfirburðir Víkings héldu áfram og á 22. mínútu komst Matthías Vilhjálmsson einn gegn markmanni eftir góða stungusendingu frá Nikolaj Hansen en Árni Snær Ólafsson í marki Stjörnunnar sá við honum. Boltinn datt síðan fyrir Valdimar Þór Ingimundarson sem átti skot rétt framhjá.

Karl Friðleifur Gunnarsson tvöfaldaði forystu Víkings aðeins mínútu síðar. Matthías Vilhjálmsson kom með fasta sendingu á fjærstöngina þar sem Karl Friðleifur kláraði af miklu öryggi í markið.  

Víkingur hélt áfram að fá færi og á 35. mínútu fékk Danijel Dejan Djuric boltann utarlega í teignum sem náði hörkuskoti í stöngina. Skömmu síðar fékk Valdimar Þór Ingimundarson gott færi eftir góðan undirbúning frá Erlingi Agnarssyni en skot hans fór yfir. 

Danijel Dejan Djuric fékk gott skallafæri á 41. mínutu eftir frábæra fyrirgjöf frá Gunnari Vatnhamar en skalli hans endaði framhjá. Stjarnan komst í nokkrar álitlegar stöður í fyrri hálfleik en náði ekki að skapa nein færi. Staðan í hálfleik, 2:0 fyrir Víking. 

Danijel Dejan Djuric átti annað stangarskot í byrjun síðari hálfleiks eftir að hann keyrði inn á teiginn og smellti boltanum í stöngina.  

Á 58. mínútu skoraði varamaðurinn Helgi Guðjónsson þriðja mark Víkings eftir aðeins nokkrar sekúndur inn á vellinum. Þá var það Danijel Dejan Djuric sem keyrði upp hægri kantinn, kom með frábæra fyrirgjöf á Helga á fjærstönginni sem skoraði með utanfótar skoti í fjærhornið. 

Helgi Guðjónsson gerði út um leikinn á 78. mínútu með laglegu marki. Danijel Dejan Djuric kom með góða stungusendingu á Helga sem vippaði boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. 

Víkingur sigldi sigrinum heim nokkuð örugglega og voru Stjörnumenn aldrei líklegir til að minnka muninn. Lokaniðurstöður í dag, 4:0 sigur Víkings.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 0:4 Víkingur R. opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert