Ætluðum að koma af krafti en urðum undir

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Eyþór

„Við viss­um að FH kæmi af mikl­um krafti inn í þenn­an leik og ætluðum að gera það líka en urðum svo und­ir í bar­átt­unni, sér­stak­lega til að byrja með en svo fannst mér við byrja að spila bet­ur þegar leið á fyrri hálfleik,“ sagði Hall­dór Árna­son þjálf­ari Breiðabliks eft­ir 1:0 tap fyr­ir FH á Kaplakrika í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fót­bolta. 

Hall­dór þjálf­ari sagði mark FH hefði getað komið en ekki þegar Blikar voru komn­ir í gang.  „Svo kem­ur þetta mark hjá þeim gegn gangi leiks­ins og hefði jafn­vel komið þá fyrr, rétt fyr­ir hálfleik.  Það breytti öllu og FH-ing­ar bara múruðu fyr­ir í seinni hálfleik og gerðu það vel, við náðum ekki nógu flæði til að skapa færi til að brjóta þá á bak aft­ur,“ sagði Hall­dór.

Hættu­legt að vera alltaf að skoða töfl­una

Breiðablik er enn í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 26 eft­ir 13 um­ferðir en Vík­ing­ar eru efst­ir með 30 stig og Val­ur fyr­ir neðan með 25 stig.  „Mótið er ekki hálfnað og það er rosa­lega hættu­legt að vera alltaf að skoða töfl­una – hvað er að ger­ast á toppn­um eða ekki.  Þetta snýst bara um að eiga góða frammistöðu, vinna leiki, safna stig­um og reyna að vera með eins mörg og hægt er þegar kem­ur að úr­slita­keppn­inni.  Vera síðan þar í bar­átt­unni, það er mark­miðið,“ bætti þjálf­ar­inn við.

Blikar voru með sterka leik­menn á vara­manna­bekkn­um lengi vel, t.d. marka­hrók­inn Ja­son Daða Svanþórs­son en settu hann og fleiri inná á 55. mín­útu.  „Við ákváðum að setja fjóra inná í einu til að breyta hlut­un­um og mér fannst það ger­ast þegar við þrýst­um FH aft­ar á völl­inn og mér fannst þetta skapa betri og fleiri færi til að jafna leik­inn.  Menn lögðu sig alla fram í leik­inn og reyndu sitt besta miðað við aðstæður, loðinn þung­ur völl­ur og híf­andi rok.   Þetta var bara bar­áttu­leik­ur og því miður urðum við und­ir í þeirri bar­áttu í byrj­un leiks og mér fannst við líka lin­ir í vörn­inni þegar FH skor­ar.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert