Ætluðum að vera þéttir og pressa og það gekk mjög vel

Andri Rafn Yeoman varnarjaxl Breiðabliks og Vuk Oskar Dimitrijevic sóknarmaður …
Andri Rafn Yeoman varnarjaxl Breiðabliks og Vuk Oskar Dimitrijevic sóknarmaður FH berjast um boltann. mbl.is/Eyþór

„Við lögðum með að vinna leikinn, það er bara svoleiðis,“  sagði Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfari FH stutt og skorinort  eftir 1:0 sigur á Breiðabliki þegar liðin mættust í 13. umferð efstu deildar karla í fótbolta á Kaplakrika í kvöld.

„Við ætluðum vera þéttir og pressa á Blikana fyrstu tuttugu mínúturnar, sem gekk mjög vel og þó fyrirliðinn okkar hafi verið í banni stigu aðrir þá heldur betur upp í dag en eitt-núll sigrar eru alltaf sætastir.“

FH er að sækja í sig veðrið eftir tvö jafntefli og tvo sigra í síðustu fjórum leikjum. „Við hugsum bara um okkur sjálfa og horfum upp fyrir okkur, sem er eins og félag eins og FH á að gera.  Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum við Breiðablik, sem er frábært lið en þegar þeir skiptu fjórum mönnum inná í einu var nú eitthvað en við vorum flottir og þetta var liðssigur sem gefur alltaf góða tilfinningu.  Nú erum seinni umferðin að byrja og við erum reynslunni ríkari eftir þá fyrri.  Við höldum bara áfram að safna stigum þegar þau eru í boði,“  bætti aðstoðarþjálfarinn við.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert