Best í tíundu umferðinni

Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaðurinn reyndi úr Breiðabliki, var besti leikmaður 10. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Katrín átti mjög góðan leik og skoraði bæði mörk Breiðabliks í útisigri gegn Keflavík á þriðjudagskvöldið en hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína.

Hún er í úrvalsliði blaðsins úr 10. umferð Bestu deildar kvenna sem sjá má í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert