Kæra brotið til KSÍ

Leikmenn FH en Breukelen Woodard er númer tvö frá hægri.
Leikmenn FH en Breukelen Woodard er númer tvö frá hægri. mbl.is/Óttar Geirsson

Tindastóll hefur kært brot sem átti sér stað í leik FH gegn Tindastól í Bestu deild kvenna á miðvikudaginn til KSÍ.

Adam Smári Hermannsson staðfesti það í samtali við Vísi en brotið var á leikmanni Tindastóls í fyrri hálfleik.

FH fékk hornspyrnu sem var hreinsuð út af áður en boltinn kom inn í teig en á meðan boltinn var á leiðinni út af gaf Breu­kelen Woodard, leikmaður FH, Bryn­dísi Rut Haralds­dóttir, fyrirliða Tindastóls olnbogaskot og Bryndís lá eftir.

Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins og hún fékk því ekkert spjald fyrr brotið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert