Leikmenn á mismunandi stað

Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Við vitum alveg hvað við þurfum að gera til þess að ná þeim árangri sem við ætlum að ná,“ sagði Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari í íslenska kvennalandsliðsins. Liðið mætir Þýskalandi 12. júlí í næstsíðasta leiknum í undankeppni EM í fótbolta.

Hópurinn kemur saman mánudaginn 8. júlí, fer svo til Póllands sunnudaginn 14. og mætir heimakonum 16. júní.

Leikmenn íslenska landsliðsins spila í mismunandi deildum og margar deildir eru í sumarfríi á þessum tíma en aðrar á fullu.

„Þetta kúnst, skrítinn gluggi og misjöfn staða leikmanna, hvar þær eru staddar í ferlinu varðandi keppni og æfingar. Það voru nokkrir leikmenn á æfingu í morgun og nokkrar í næstu viku. Sumir leikmenn fara í næstu viku og byrja að æfa með félagsliðunum sínum úti.

Leikmenn eru á mismunandi stað en verkefnið er spennandi og við viljum auðvitað losna við að fara í þetta umspil við getum mætt gríðarlega sterkum þjóðum ef við förum í það.

Við leggjum allt í sölurnar til þess að ná þessu markmiði sem við settum okkur fyrir þessa undankeppni, okkar markmið er skýrt, vera í öðru tveggja efstu sætanna,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag.

„Ég hef verið í einhverju sambandi við leikmenn en við vorum búnar að setja þetta upp, þær hafa verið að fá plan frá sínum félagsliðum eða Gunnhildi Yrsu þrekþjálfara.

Leikmenn eru alveg meðvitaðir um mikilvægi þess að vera á eins góðum stað og hægt er þegar við komum saman, að þeir þurfa að vera í góðu standi til að takast á við þetta verkefni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert