Seigla FH hélt Blikum niðri

FH-ingar fagna Ástbirni Þórðarsyni eftir að hann kom þeim yfir …
FH-ingar fagna Ástbirni Þórðarsyni eftir að hann kom þeim yfir í kvöld. mbl.is/Eyþór

Hafnfirðingarnir gáfu fá færi á sér og sóttu svo að Blikar urðu að eyða púðri í vörn ásamt baráttu á miðjunni er liðin mættust á Kaplakrika í kvöld þegar leikið var í 12. umferð efstu deildar karla í fótbolta.  Það skilaði FH 1:0 sigri og hefur nú unnið tvo leiki í röð en er eftir sem áður í 5. sæti deildarinnar.  

Leikurinn var fjörugur þó góðu færin létu á sér standa en frekar að FH-ingar væru líklegri til afreka, sóttu af meiri þunga en líka ljóst að Blikar myndu láta til sín taka ef þær næðu þungri sókn.

Strax á 2. mínútu gerðist eitthvað þegar Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tók mikinn sprett upp vinstri kantinn og komst alla leið inn í vítateig Blika með varnarmenn þeirra á hælunum.  Gaf þaðan fyrir en þá voru mest bara Blikar mættir og hreinsuðu frá.

Um miðjan fyrri hálfleik töldu Blikar komin tími á sig, hófu að sækja meira og ógna marki FH, sem gaf aðeins eftir.  Enn var samt beðið eftir færum.

Loks kom eitthvað.  Á 41. mínútu í þungri sókn FH náði Kjartan Kári Halldórsson að gefa frá vinstri kanti en boltinn fór framhjá öllum hinu megin í vítateiginn.  Þar kom varnarmaðurinn Ástbjörn Þórðarson á góðu skeiði og þrumaði boltanum yfir í vinstra hornið.  Staðan 1:0 í hálfleik.

Eftir tíu mínútur síðari hálfleiks gerðu Blikar fjórar skiptingar og skerptu á sóknarleiknum, meðal annars kom Jason Daði markahrókur inná.

Fyrsta færi síðari hálfleiks var þó Hafnfirðinga þegar Vuk Oskar náði með góðum spretti með varnarmenn Blika á hælunum að komast inn í vítateig hægra megin en skot hans fór rétt framhjá stönginni.

Þegar leið á leikinn fór þó að halla á FH-inga, sem þó hættu ekki – héldu vörninni þéttri og reyndu að smíða sóknar þegar færi gafst.

Þar fékk Úlfur Ágúst Björnsson gott skot á 88 .mínútu rétt utan teigs en boltinn smaug framhjá hægri stönginni.

Síðasta færið kom svo á síðustu uppbótarmínútu.  Eftir mistök í vörn Blika og tveir FH-ingar komust upp einir á móti markmanni. Bjarni Guðjón Brynjólfsson  reyndi að leika á Anton Ara Einarsson markmann en komst í ógöngur og Anton ari varði í horn.

Næstu leikir liðanna hér í kvöld eru síðan laugardaginn 6. júlí þegar Blikar sækja Vestra heim á Ísafjörð en daginn eftir fær FH aftur heimaleik þegar KA-menn sækja þá heim.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

FH 1:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Uppbótartími 9 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert