Skófla sigrinum yfir línuna

Ástbjörn Þórðarson varnarjaxl FH skoraði sigurmark FH gegn Breiðablik.
Ástbjörn Þórðarson varnarjaxl FH skoraði sigurmark FH gegn Breiðablik.

„Mér finnst alltaf gott að koma með í sóknina og reyna að hjálpa til og það gerðist í dag,“  sagði Ástbjörn Þórðarson sem stóð sig með prýði í vörninni og skoraði síðan sigurmark FH gegn Breiðablik þegar liðin mættust á Kaplakrika í kvöld í 13. umferð efstu deildar karla í fótbolta.

„Við reynum alltaf að byrja leikina með stemmningu og að vera harðir fyrir, erum bestir þannig og mér fannst við gera það vel í dag en það var mikið að gera í vörninni allan leikinn.  Mér finnst að við höfum ekki alltaf byrjað leiki okkar nógu vel en gerðum það vel í dag og svo var bara að njóta þess að berjast í lokin, skófla svo sigrinum yfir línuna.“

FH hefur nú unnið tvo leiki í röð, má segja báða nokkuð sannfærandi enda vilja FH-ingar sigur í vígi sínu. „Við höldum vonandi áfram að vinna og það gerir allt auðveldara. Ég veit ekki hvort við höfum gefið út markmið okkar í deildinni en við horfum alltaf upp frekar en niður. Stigin voru mikilvæg og gott að ná í sigur gegn Breiðabliki á heimavelli en við eigum þrjá heimaleiki í röð og Kaplakriki á að vera okkar vígi.  Við ætluðum bara að gera okkar,“ bætti Ástbjörn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert