Slæmar fréttir fyrir Breiðablik og landsliðið

Ólöf Sigríður í góðum gír eftir leik Íslands gegn Serbíu …
Ólöf Sigríður í góðum gír eftir leik Íslands gegn Serbíu í febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, sleit krossband í hnénu á dögunum.

Ólöf lenti illa í kapphlaupi um boltann á 53. mínútu í leik Breiðabliks gegn Víkingi sem liðið tapaði 2:1.

Hún er með slitið krossband í hné og verður frá að minnsta kosti níu mánuði. Hún missir af því sem eftir er af tímabilinu í Bestu deild og tímabilinu í háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún er í skólaliði Harvard.

Agla María Albertsdóttir fór einnig meidd af velli en hún er með skaddað liðband í hné og verður frá í sex til átta vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert