Austfirðingarnir á toppnum

Björg Gunnlaugsdóttir úr FHL á fullri ferð í leiknum við …
Björg Gunnlaugsdóttir úr FHL á fullri ferð í leiknum við ÍR. mbl.is/Eyþór

Austfjarðarliðið FHL er komið með þriggja stiga forystu á toppi 1. deildar kvenna eftir öruggan sigur á nýliðum ÍR, 4:0, í Mjóddinni í Reykjavík í kvöld.

Emma Hawkins og Selena Salas skoruðu fyrir FHL í fyrri hálfleiknum, Íris Vala Ragnarsdóttir kom liðinu í 3:0 og Emma skoraði aftur undir lokin, 4:0. Hún er markahæst í deildinni með 12 mörk í átta leikjum liðsins.

FHL er með 19 stig á toppi 1. deildar eftir átta umferðir. Afturelding er með 16 stig, HK 14, Grótta 12, ÍA 12, Fram 11, Grindavík 10, Selfoss 9, ÍBV 7 og ÍR rekur lestina með þrjú stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert