Þróttur pollamótsmeistari í fyrsta sinn

Þróttarar fagna af innlifun
Þróttarar fagna af innlifun Ljósmynd/Orkumótið

Knattspyrnufélagið Þróttur sigraði HK í úrslitaleik pollamótsins í Vestmannaeyjum með þremur mörkum gegn tveimur.

Úrslitaleikurinn fór fram á Hásteinsvelli en staðan var 2:2 í hálfleik. Þróttarar skoruðu eina mark síðari hálfleiks og unnu að lokum 3:2.

Pollamótið er fyrir drengi í sjötta flokki og hefur farið fram síðan árið 1984 í Vestmannaeyjum. Yfir þúsund þáttakendur frá öllu landinu taka þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert