Nýr aðstoðarþjálfari KR

Vigfús Arnar Jósefsson.
Vigfús Arnar Jósefsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vigfús Arnar Jósepsson er nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR í knattspyrnu.

KR tilkynnti þetta í dag á samfélagsmiðlum en Vigfús þjálfaði síðast Leikni í Reykjavík í 1. deild karla en hætti í byrjun júní þegar liðið var í neðsta sæti með þrjú stig eftir sex leiki.

Pálmi Rafn Pálmason var ráðinn sem aðalþjálfari út tímabilið í gær en hann tók við liðinu af  Gregg Ryder sem var rekinn.

Vigfús er fyrrum leikmaður KR og stýrir liðinu með Pálma út tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert