Glæsimark Valsarans (myndskeið)

Benedikt Gunnar Óskarsson, besti leikmaður úrvalsdeildar karla í handbolta, skoraði tvö mörk fyrir fjórðu deildar lið KH í fótbolta í gær. Síðara markið var einkar laglegt.

Benedikt er á leiðinni til norska stórliðsins Kolstad en fann tíma til að hjálpa Knattspyrnufélagi Hlíðarenda, venslafélagi Vals í fótbolta, í sigri á Kríu í fjórðu deild karla í gær. 

Benedikt kom inn á sem varamaður á 71. mínútu og skoraði tvö síðustu mörk leiksins í 4:2 sigri Hlíðarendapilta. Myndband af glæsilegri vippu Benedikts í síðara markinu eftir sendingu Patriks Írisarsonar Santos er efst í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert