Víkingur slapp með skrekkinn

Tryggvi Snær Geirsson og Valdimar Þór Ingimundarson í leiknum í …
Tryggvi Snær Geirsson og Valdimar Þór Ingimundarson í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Víkingur náði að halda út gegn Fram í skemmtilegum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í Víkinni í kvöld. Leikurinn endaði 2:1 fyrir heimamönnum.

Víkingur er á toppi deildarinnar með 33 stig og Fram í 6. sæti með 16. 

Víkingar fengu fyrsta færi leiksins eftir um stundarfjórðung. Karl Friðleifur Gunnarsson tók sprett upp völlinn, fór framhjá tveimur varnarmönnum og sendi boltann fyrir á Danijel Djuric sem fór í fast skot en Ólafur Íshólm varði vel.

 Tveimur mínútum seinna fékk Oliver Ekroth hættulegt færi eftir hornspyrnu þegar hann var ómannaður í teignum en Ólafur varði aftur vel.

Á 20. mínútu kom fyrsta mark leiksins en það skoraði Valdimar Þór Ingimundarson. Gunnar Vatnhamar kom með sendingu á fjær þar sem Valdimar var illa dekkaður og setti boltann í markið í fyrstu snertingu, á lofti.

Framarar náðu góðum kafla eftir markið, spiluðu sig vel út úr pressu en voru ekki nógu hnitmiðaðir á loka þriðjungnum.

Kennie Choppart komst í fínt færi en miðvörðurinn fékk sendingu yfir vörn Víkings frá Kyle Mc Lagan og fór í áttina að Víkingsmarkinu en skotið hans var laust, hátt upp í loftið og beint á Pálma Rafn Arinbjörnsson í markinu.

Á 33. mínútu kom Magnús Þórðarson boltanum í markið eftir frábært spil. Fred Saraiva skildi boltann eftir fyrir Harald Einar Ásgrímsson sem sendi glæsilega sendingu á ennið á Magnúsi sem skallaði hann í netið en flaggið fór á loft og staðan ennþá 1:0 fyrir heimamönnum Danijel skoraði svo annað mark Víkings sem kom á 39. mínútu, Karl kom með flotta sendingu fyrir og Danijel negldi boltanum í markið á lofti.

Framörum gekk ágætlega í seinni hálfleik, héldu í boltann og voru að skapa færi og á 57. mínútu minnkuðu þeir muninn. Magnús Þórðarson sendi boltann fyrir og Guðmundur Magnússon skallaði boltann í netið.

Framarar héldu áfram að sækja og voru nálægt því að jafna metin en það vantaði alltaf herslumuninn. Komust tvisvar sinnum inn í teig Kennie og Már, mennirnir sem fengu færin gátu ekki nýtt þau.

Fram lá í sókn undir lokin en boltinn vildi ekki inn og Víkingar tóku öll þrjú stigin.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

England 2:1 Slóvakía opna
120. mín. Leik lokið Eftir svakalegan leik eru Englendingar komnir í átta liða úrslit. Slóvakar sleikja sárin, þeir voru svo nálægt.
Spánn 4:1 Georgía opna
90. mín. Leik lokið Mögnuð frammistaða spænska liðsins sem mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum.

Leiklýsing

Víkingur R. 2:1 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert