Aron með slitið liðband

Aron Jóhannsson er með slitið liðband í ökkla
Aron Jóhannsson er með slitið liðband í ökkla mbl.is/Óttar Geirsson

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, er með slitið liðband í ökkla en Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, greinir frá því í viðtali við fótbolti.net. Gylfi Sigurðsson og Jónatan Ingi Jónsson eru einnig meiddir.

Arnar segir Aron hafa slitið liðband fyrr í sumar og hafi spilað meiddur sem hafi gert illt verra. Gylfi Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli og Arnar segir meiðslin erfið að eiga við.

„Vandamálið er að ef þú ert með vöðvameiðsli þá veistu nokkurn veginn hvað þú ert að eiga við. Bakið er öðruvísi, þér getur liðið vel, ferð af stað og æfir. Svo vaknarðu morguninn eftir og er stífur og stirður“.

Jónatan Ingi Jónsson meiddist í tá á æfingu í síðustu viku og fékk högg á sömu tá í leiknum gegn ÍA og fór meiddur af velli. Arnar segir Jónatan vera á leið í myndatöku vegna meiðslanna en er bjartsýnn á að Orri Sigurður Ómarsson, sem einnig fór meiddur af velli á Akranesvelli, verði klár í slaginn gegn KA í undanúrslitum bikarsins á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert