Albert ákærður fyrir kynferðisbrot

Albert Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Albert Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Genoa á Ítalíu, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot.

Héraðssaksóknari gaf út ákæruna á hendur Alberti en það staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, við fyrirspurn mbl.is.

DV greindi upphaflega frá málinu 

Lokað þinghald verður í málinu og gefur Arnþrúður því ekki frekari upplýsingar um ákæruna. Réttað verður í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Albert var kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu síðasta sumar en málið var fellt niður í fe­brú­ar síðastliðnum.

Sú ákvörðun var kærð til rík­is­sak­sókn­ara, sem felldi ákvörðun héraðssak­sókn­ara úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert