FH-ingur í bann fyrir högg í andlit

Breukelen Woodard, önnur frá hægri, verður í banni annað kvöld.
Breukelen Woodard, önnur frá hægri, verður í banni annað kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Breukelen Woodard, leikmaður FH, hefur verið úrskurðuð í eins leiks bann vegna atviks í leik liðsins gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna 26. júní.

Þetta kemur fram á síðu aga- og úrskurðarnefndar á vef KSÍ. Þar segir að Breukelen hafi sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik þegar hún sló í andlit Bryndísar Rutar Haraldsdóttur, leikmanns Tindsatóls.

Dómari leiksins sá ekki atvikið og ekki heldur aðstoðarmenn hans en í úrskurðinum segir að atvikið hafi sést á myndskeiði sem lagt var fyrir aga- og úrskurðarnefndina. 

Breukelen verður ekki með FH þegar liðið sækir Þór/KA heim í Bestu deildinni annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert