KA í bikarúrslitin

KA og Valur mættust í dag í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Liðin spiluðu á KA-vellinum á Akureyri og úr varð stórskemmtilegur leikur. KA vann 3:2 eftir fáránlega spennandi lokakafla og dramatík.

KA byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði strax eftir 6 mínútna leik. Sveinn Margeir Hauksson vann boltann framarlega á vellinum og brunaði að marki Vals. Hann átti þrumustot sem Frederik varði. Hallgrímur Mar Steingrímsson fékk boltann þá í fæturnar og átti ekki í vandræðum með að skora á mitt mark Vals. KA fékk strax annað færi en Frederik varði þá og Sveinn Margeir rétt missti af frákastinu.

Valur sótti svo töluvert mikið næsta hálftímann og var mikið um að vera við vítateig KA-manna. Mörg skot Valsmanna fóru í varnarmúrinn og aftur fyrir endamörk. Patrick Pedersen var alltaf hættulegur og það kom að því að hann skoraði. Fékk hann fasta sendingu inn á markteig og afgreiddi boltann af fagmennsku í netið, 1:1.

Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson fagna marki Hallgríms fyrir …
Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson fagna marki Hallgríms fyrir KA á 5. mínútu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Valur hafði fengið níu hornspyrnur í fyrri hálfleik þegar þeir jöfnuðu leikinn á 39. mínútu. Skömmu síðar fékk KA sína fyrstu hornspyrnu í leiknum og nýttu hana vel. Ívar Örn Árnason skallaði boltann niður að markstönginni vinstra megin og þar voru Jakob Snær Árnason og Birkir Már Sævarsson að berjast og boltinn fór af öðrum þeirra og í markið. KA var því ekki lengi að svara fyrir sig og leiddi 2:1 í hálfleik.

Valur var mikið meira með boltann fyrri hluta seinni hálfleiks án þess að skapa mikið. KA-menn voru áfram stórhættulegir þegar þeir komust upp völlinn. KA skoraði næsta mark og komst í 3:1. Daníel Hafsteinsson smurði boltann út við stöng en stuttu síðar svaraði Birkir Már Sævarsson með öðrum þrumufleyg. Staðan þá orðin 3:2 og enn voru 30 mínútur eftir af leiknum.

Hallgrímur Mar Steingrímsson kemur KA yfir á 5. mínútu leiksins …
Hallgrímur Mar Steingrímsson kemur KA yfir á 5. mínútu leiksins í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Valur var áfram meira með boltann en það var KA sem fékk öll bestu færin. Hallgrímur Mar fékk tvö dauðafæri en hitti ekki markið. Valur reyndi að knýja fram framlengingu en fékk fá færi. Guðmundur Andri Tryggvason skaut í þverslá í stöðunni 2:1.

Sveinn Margeir Hauksson og Daníel Hafsteinsson voru báðir frábærir í liði KA og var barátta leikmanna um allan völlinn algjörlega til fyrirmyndar.

Valsmenn voru ekki að skapa nóg til að koma sér í úrslitaleikinn og má alveg segja að KA hafi átt sigurinn skilinn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Tindastóll 0:1 Breiðablik opna
90. mín. Birta Georgsdóttir (Breiðablik) fær gult spjald
Stjarnan 1:0 Keflavík opna
90. mín. Leik lokið Leik lýkur hér í Garðabænum með sigri Stjörnunnar í fyrsta leik Jóhannesar Karls sem þjálfara liðsins.
Austurríki 1:2 Tyrkland opna
90. mín. Leik lokið TYRKIR STANDA ÞETTA AF SÉR OG ERU KOMNIR Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT! Það er ekki annað hægt en að bera ómælda virðingu fyrir þessari frammistöðu Tyrkja!
Fylkir 0:0 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið +4.

Leiklýsing

KA 3:2 Valur opna loka
90. mín. Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) á skalla sem er varinn Fínn skalli undir markslána en Steinþór er vel á verði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert